Segir Viðskiptablaðið og Samstöðina fara rangt með mál um Ásthildi Lóu Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 12:47 Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi og framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins, vandar Viðskiptablaðinu og Samstöðinni ekki kveðjurnar og leiðréttir rangfærslur miðlanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir fullyrðingar Viðskiptablaðsins og Samstöðvarinnar um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, ætli aldrei framar að ræða við fréttastofu Rúv vera rangar. Hún hafi neitað Rúv um viðtal þegar hún sneri aftur á Alþingi. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, greindi frá þessu í hæðnislegri Facebook-færslu síðdegis í gær þar sem hann líkir Viðskiptablaðinu við Alþýðublaðið. „Eins og allir sem fylgjast sæmilega vel með vita er Viðskiptablaðið helsta brjóstvörn og málgagn alþýðu landsins og einlægur stuðningsmaður ríkisrekins sjónvarps og útvarps. Einhvers konar nýtt Alþýðublað og má vart sjá hver ber hag alþýðu meira fyrir brjósti Viðskiptaráð eða Viðskiptablaðið. Þessi umhyggja nýja Alþýðublaðsins kemur meðal annars fram í hjartfólgnum pistli á vef þess í dag sem enginn er skrifaður fyrir,“ skrifar Heimir í færslunni. „En hvernig var þetta í raunveruleikanum?“ Heimir birtar síðan tvo texta úr ritstjórnardálki Hugins og Munins á Viðskiptablaðinu frá því í gær. Annars vegar þar sem segir að Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefði upplýst um að Ásthildur Lóa hefði „tekið þá ákvörðun að ræða ekki framar við Ríkisútvarpið“ og hins vegar þar sem segir að ákvörðun Ásthildar sé „vafalaust tekin eftir samráð við Heimi Má Pétursson, aðstoðarráðherra og upplýsingafulltrúa flokksins, en hann situr einnig í stjórn RÚV“. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra eftir að kom í ljós að hún hafði eignast barn með táningspilti þegar hún var 22 ára.Vísir/Vilhelm „En hvernig var þetta í raunveruleikanum?“ spyr Heimir í færslunni. Hann rekur síðan það sem Magnús Geir sagði í kvöldfréttum Rúv 26. maí sem var: „Við óskuðum nú eftir viðtali við Ásthildi Lóu í dag en hún sagðist ekki ætla að tala við fréttastofu RÚV.“ Að sögn Heimis hafi Ásthildur Lóa neitað Magnúsi um viðtal fyrr um daginn vegna þeirra tímamóta að hún væri aftur mætt til þingstarfa. „Þarna var ekkert fullyrt um að Ásta Lóa ætlaði aldrei framar að ræða við RÚV, enda gerði hún það ekki. Bara sagt að í dag hafi þingmaður sagt að hún ætlaði ekki að tala við fréttastofu RÚV,“ skrifar Heimir í færslunni. Rangt haft eftir fréttamanni og sannleiksgildis ekki leitað Heimir tekur síðan fyrir skoðanapistilinn „Getur þingmaður skellt á fréttastofu Rúv?“ sem Björn Þorláksson, blaðamaður og fyrrverandi frambjóðandi Flokks fólksins, skrifaði á Samstöðina um ákvörðun Ásthildar Lóu að neita viðtali. Skrifum Björns lýsir Heimir sem „hástemmdum pistli“ um hlutverk Rúv og fjölmiðla sem hornstein lýðræðis og hugleiðingum um það hvort Ásta Lóa geti leyft sér að „skella á RÚV“. Björn Þorláksson skipaði þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu Alþingiskosningum en sagði sig úr flokknum í janúar til að vinna áfram í blaðamennsku. „Nú hefði verið mun betra ef ónafngreindur pistlahöfundur nýja Alþýðublaðsins og blaðamaður nýja Þjóðviljans hefðu í fyrsta lagi haft rétt eftir Magnúsi Geir félaga sínum í Blaðamannafélaginu. Og í öðru lagi að þeir hefðu leitað sannleiksgildis fullyrðingarinnar um að „Ásthildur Lóa ætlaði aldrei framar að tala við RÚV,“ hjá henni áður en þeir riðu fram ritvöllinn fullir vandlætingar,“ skrifar Heimir í færslunni. „En hver þarf á góðum heimildum að halda þegar dugar að vitna bara hvor í annan, burt séð frá allri nákvæmni? Allt sem fjölmiðlar segja er jú rétt og satt,“ skrifar hann jafnframt. „Eftir stendur að Ásthildur Lóa hefur aldrei sagt að hún muni aldrei framar ræða við fréttamenn RÚV, þótt hún hafi ekki verið uppveðruð til að gera það á fyrsta degi eftir að hún sneri aftur til þings eftir þann storm sem RÚV átti upphafið af fyrir tveimur mánuðum. Svo einfalt er það,“ skrifar Heimir að lokum. „Hafa skal það sem sannara reynist“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, deilir færslu Heimis Más og skrifar við hana „Fjöðrin sem er að breytast í hænu(r)“. Hún tekur þar undir orð Heimis og skrifar jafnframt: „Hafa skal það sem sannara reynist“. Einnig deilir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, færslunni sem og Facebook-síða Hagsmunasamtaka heimilanna sem Ásthildur Lóa var í forsvari fyrir um árabil áður en hún varð ráðherra. Þess ber að geta að Björn Þorláksson uppfærði skoðanapistil sinn í gær eftir að búið var að hrekja fullyrðingar Viðskiptablaðsins. Nú stendur neðst í pistlinum: „Samkvæmt upplýsingum frá Flokki fólksins er frásögn Viðskiptablaðsins sem stuðst var við sem heimild ekki nákvæm og er samkvæmt fulltrúum Flokks fólksins ofmælt að Ásta Lóa hafi sagt að hún hygðist aldrei síðar ræða við fréttastofu Rúv.“ Ritstjórnardálkur Viðskiptablaðsins hefur hins vegar ekki verið uppfærður. Flokkur fólksins Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, greindi frá þessu í hæðnislegri Facebook-færslu síðdegis í gær þar sem hann líkir Viðskiptablaðinu við Alþýðublaðið. „Eins og allir sem fylgjast sæmilega vel með vita er Viðskiptablaðið helsta brjóstvörn og málgagn alþýðu landsins og einlægur stuðningsmaður ríkisrekins sjónvarps og útvarps. Einhvers konar nýtt Alþýðublað og má vart sjá hver ber hag alþýðu meira fyrir brjósti Viðskiptaráð eða Viðskiptablaðið. Þessi umhyggja nýja Alþýðublaðsins kemur meðal annars fram í hjartfólgnum pistli á vef þess í dag sem enginn er skrifaður fyrir,“ skrifar Heimir í færslunni. „En hvernig var þetta í raunveruleikanum?“ Heimir birtar síðan tvo texta úr ritstjórnardálki Hugins og Munins á Viðskiptablaðinu frá því í gær. Annars vegar þar sem segir að Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður hefði upplýst um að Ásthildur Lóa hefði „tekið þá ákvörðun að ræða ekki framar við Ríkisútvarpið“ og hins vegar þar sem segir að ákvörðun Ásthildar sé „vafalaust tekin eftir samráð við Heimi Má Pétursson, aðstoðarráðherra og upplýsingafulltrúa flokksins, en hann situr einnig í stjórn RÚV“. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra eftir að kom í ljós að hún hafði eignast barn með táningspilti þegar hún var 22 ára.Vísir/Vilhelm „En hvernig var þetta í raunveruleikanum?“ spyr Heimir í færslunni. Hann rekur síðan það sem Magnús Geir sagði í kvöldfréttum Rúv 26. maí sem var: „Við óskuðum nú eftir viðtali við Ásthildi Lóu í dag en hún sagðist ekki ætla að tala við fréttastofu RÚV.“ Að sögn Heimis hafi Ásthildur Lóa neitað Magnúsi um viðtal fyrr um daginn vegna þeirra tímamóta að hún væri aftur mætt til þingstarfa. „Þarna var ekkert fullyrt um að Ásta Lóa ætlaði aldrei framar að ræða við RÚV, enda gerði hún það ekki. Bara sagt að í dag hafi þingmaður sagt að hún ætlaði ekki að tala við fréttastofu RÚV,“ skrifar Heimir í færslunni. Rangt haft eftir fréttamanni og sannleiksgildis ekki leitað Heimir tekur síðan fyrir skoðanapistilinn „Getur þingmaður skellt á fréttastofu Rúv?“ sem Björn Þorláksson, blaðamaður og fyrrverandi frambjóðandi Flokks fólksins, skrifaði á Samstöðina um ákvörðun Ásthildar Lóu að neita viðtali. Skrifum Björns lýsir Heimir sem „hástemmdum pistli“ um hlutverk Rúv og fjölmiðla sem hornstein lýðræðis og hugleiðingum um það hvort Ásta Lóa geti leyft sér að „skella á RÚV“. Björn Þorláksson skipaði þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu Alþingiskosningum en sagði sig úr flokknum í janúar til að vinna áfram í blaðamennsku. „Nú hefði verið mun betra ef ónafngreindur pistlahöfundur nýja Alþýðublaðsins og blaðamaður nýja Þjóðviljans hefðu í fyrsta lagi haft rétt eftir Magnúsi Geir félaga sínum í Blaðamannafélaginu. Og í öðru lagi að þeir hefðu leitað sannleiksgildis fullyrðingarinnar um að „Ásthildur Lóa ætlaði aldrei framar að tala við RÚV,“ hjá henni áður en þeir riðu fram ritvöllinn fullir vandlætingar,“ skrifar Heimir í færslunni. „En hver þarf á góðum heimildum að halda þegar dugar að vitna bara hvor í annan, burt séð frá allri nákvæmni? Allt sem fjölmiðlar segja er jú rétt og satt,“ skrifar hann jafnframt. „Eftir stendur að Ásthildur Lóa hefur aldrei sagt að hún muni aldrei framar ræða við fréttamenn RÚV, þótt hún hafi ekki verið uppveðruð til að gera það á fyrsta degi eftir að hún sneri aftur til þings eftir þann storm sem RÚV átti upphafið af fyrir tveimur mánuðum. Svo einfalt er það,“ skrifar Heimir að lokum. „Hafa skal það sem sannara reynist“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, deilir færslu Heimis Más og skrifar við hana „Fjöðrin sem er að breytast í hænu(r)“. Hún tekur þar undir orð Heimis og skrifar jafnframt: „Hafa skal það sem sannara reynist“. Einnig deilir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, færslunni sem og Facebook-síða Hagsmunasamtaka heimilanna sem Ásthildur Lóa var í forsvari fyrir um árabil áður en hún varð ráðherra. Þess ber að geta að Björn Þorláksson uppfærði skoðanapistil sinn í gær eftir að búið var að hrekja fullyrðingar Viðskiptablaðsins. Nú stendur neðst í pistlinum: „Samkvæmt upplýsingum frá Flokki fólksins er frásögn Viðskiptablaðsins sem stuðst var við sem heimild ekki nákvæm og er samkvæmt fulltrúum Flokks fólksins ofmælt að Ásta Lóa hafi sagt að hún hygðist aldrei síðar ræða við fréttastofu Rúv.“ Ritstjórnardálkur Viðskiptablaðsins hefur hins vegar ekki verið uppfærður.
Flokkur fólksins Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira