Þekkir ekki eina stelpu sem ekki hefur verið áreitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 22:48 Ókunnugur maður veitti Freyju Sofie Gunnarsdóttur eftirför þegar hún var á leið heim úr vinnunni á Austurstræti klukkan hálfsex að morgni. Stöð 2 Ung kona sem var áreitt í miðborg Reykjavíkur segir slíka áreitni gegn konum vera orðið daglegt brauð. Myndband hennar af áreitninni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og sögðu einhverjir hennar eigin klæðaburð hafa verið um að kenna. Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“ Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“
Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira