Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 14:11 Paul Doyle mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum. Facebook Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum. Paul Doyle, er 53 ára gamall, fyrrverandi landgönguliði og þriggja barna faðir. Hann var í gær ákærður í sjö liðum fyrir að keyra inn í þvöguna og slasa að minnsta kosti 79 manns. Hann er sakaður um að hafa ekið vísvitandi á fólkið. Hann var landgönguliði frá 1990 til 1994 en starfaði eftir það við tölvuöryggi og þjónustu. Saksóknarar sögðu mögulegt að Doyle yrði ákærður frekar á komandi vikum. Enn eigi eftir að ræða við fjölda fólks og fara yfir mikið magn sönnunargagna, samkvæmt frétt Sky News. Ákærurnar sem hafa verið lagðar fram snúa þó eingöngu að sex manns sem hann slasaði alvarlega en einn þeirra er enn á sjúkrahúsi. Dómarinn setti mikla tálma á fjölmiðla varðandi það hver fórnarlömbin sex eru og verða frekari takmarkanir teknar fyrir í næstu viku. Teiknuð mynd af Paul Doyle í dómsal í dag.AP/Elizabeth Cook Í frétt Guardian segir að Doyle hafi virst þreyttur og í ójafnvægi í dómsal í morgun. Þá hafi hann litið mjög fljótt á fjölda blaðamanna í salnum þegar hann var færður þangað inn en að öðru leyti mest litið til jarðar. Hann talaði eingöngu til að staðfesta nafn hans og fæðingardag. Ekki kom fram hvort hann hafi tekið afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Þá kom fram að hann á næst að mæta í dómsal í ágúst og að réttarhöldin sjálf eiga að hefjast í nóvember. Saksóknarinn sagði Doyle eiga að sitja í gæsluvarðhaldi. Bæði væri öryggi hans í hættu ef honum yrði sleppt lausum og sömuleiðis væri hætta á því að hann myndi reyna að flýja. Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Paul Doyle, er 53 ára gamall, fyrrverandi landgönguliði og þriggja barna faðir. Hann var í gær ákærður í sjö liðum fyrir að keyra inn í þvöguna og slasa að minnsta kosti 79 manns. Hann er sakaður um að hafa ekið vísvitandi á fólkið. Hann var landgönguliði frá 1990 til 1994 en starfaði eftir það við tölvuöryggi og þjónustu. Saksóknarar sögðu mögulegt að Doyle yrði ákærður frekar á komandi vikum. Enn eigi eftir að ræða við fjölda fólks og fara yfir mikið magn sönnunargagna, samkvæmt frétt Sky News. Ákærurnar sem hafa verið lagðar fram snúa þó eingöngu að sex manns sem hann slasaði alvarlega en einn þeirra er enn á sjúkrahúsi. Dómarinn setti mikla tálma á fjölmiðla varðandi það hver fórnarlömbin sex eru og verða frekari takmarkanir teknar fyrir í næstu viku. Teiknuð mynd af Paul Doyle í dómsal í dag.AP/Elizabeth Cook Í frétt Guardian segir að Doyle hafi virst þreyttur og í ójafnvægi í dómsal í morgun. Þá hafi hann litið mjög fljótt á fjölda blaðamanna í salnum þegar hann var færður þangað inn en að öðru leyti mest litið til jarðar. Hann talaði eingöngu til að staðfesta nafn hans og fæðingardag. Ekki kom fram hvort hann hafi tekið afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Þá kom fram að hann á næst að mæta í dómsal í ágúst og að réttarhöldin sjálf eiga að hefjast í nóvember. Saksóknarinn sagði Doyle eiga að sitja í gæsluvarðhaldi. Bæði væri öryggi hans í hættu ef honum yrði sleppt lausum og sömuleiðis væri hætta á því að hann myndi reyna að flýja.
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sjá meira
Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46