Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 09:32 Landsréttur kvað upp dóm í máli Bergvins Oddssonar í gær. Vísir Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira