Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2025 19:39 Fasteignamatshækkun á Seltjarnarnesi nemur 12,6 prósentum milli ára sem er mesta hækkunin á öllu stórhöfuðborgarsvæðinu. Vísir/Samsett Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38
Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00