Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2025 19:39 Fasteignamatshækkun á Seltjarnarnesi nemur 12,6 prósentum milli ára sem er mesta hækkunin á öllu stórhöfuðborgarsvæðinu. Vísir/Samsett Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38
Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00