Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 13:49 Volodýmýr Selenskíj (t.v.) og Friedrich Merz (t.h.) við skrifstofur þýska kanslarans í Berlín í dag. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira
Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira