Til hamingju með sjómannadaginn Sigurjón Þórðarson skrifar 31. maí 2025 08:02 Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun