Viðskipti innlent

Verð­bólga lækkar um 0,4 stig

Kjartan Kjartansson skrifar
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,69 prósent frá fyrri mánuði í maí.
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,69 prósent frá fyrri mánuði í maí. Vísir/Vilhelm

Verðbólguaukning í síðasta mánuði gekk til baka í maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið lægri í fjögur og hálft ár.

Verðbólguskot eftir kórónuveirufaraldurinn hefur verið að hjaðna frá því í byrjun árs 2023 en verðbólgan nam mest 10,2 prósentum í febrúar það ár. Í mars var hún komin niður í 3,8 prósent en hækkaði lítillega upp í 4,2 prósent í apríl. Sú aukning gekk til baka í maí. Þegar litið er fram hjá húsnæðisliðnum nam verðbólga 2,7 prósentum í maí.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 stig á milli mánaða í maí en um 0,02 prósent án húsnæðis. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,69 prósent og reiknuð húsaleiga um 0,73 prósent. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 7,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×