Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar 27. maí 2025 12:02 Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun