Springur Starship í þriðja sinn í röð? Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 22:00 Starshipt og Super heavy eldflaugin á skotpalli í Texas. SpaceX Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist. Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56