Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar 27. maí 2025 07:45 Það er athyglisvert að fylgjast með sviptingum í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur um þjóðarmorðið í Gaza, sem nú hefur geisað í á tuttugasta mánuð. Ekki er aðeins fjallað meira um hrottalegar árásir Ísraels á óbreytta borgara en áður, heldur er það síður gert með fyrirvörum eða hlutlausu orðalagi, þar sem börn deyja einfaldlega bara í loftárásum án þess að gert er grein fyrir hver varpaði 1000 kílóa sprengju í miðjar tjaldbúðirnar þar sem þau höfðust við. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekki verið undanskildir þar. Íslenskir blaðamenn hafa, rétt eins og vestrænir starfsbræður þeirra, að mestu þagað meðan Ísraelsher hefur myrt ekki aðeins tugir þúsunda óbreyttra borgara, mestmegnis konur, börn og gamalmenni, heldur hefur hann drepið að minnsta kosti 180 blaðamenn á sama tíma. Alla tíð hefur Ísrael meinað erlendum blaðamönnum að fara sjálfir inn á Gaza til að rannsaka aðstæður, segja fréttir, sannfæra fullyrðinga deilandi aðila, og einfaldlega skrásetja það sem er að gerast. Það að drepa skipulega palestínska blaðamenn og meina öðrum blaðamönnum aðgang að Gaza getur aðeins átt sér tvær mögulegar skýringar: Annað hvort að hér er um að ræða skipulega tilraun til að koma í veg fyrir að sannleikurinn breiðist út, eða að Ísrael kærir sig svo kollótta um hverja þeir varpa sprengjur á að erlendir fjölmiðlar myndu fljótt missa blaðamenn sína í hrönnum. En afhverju eru þessar vendingar í fjölmiðlaumfjöllun núna? Var það vegna árásar Ísraela og morða á 15 sjúkraliðum þann 23. mars - sem Ísrael harðneitaði að hafa gert þar til upptaka af því var bókstaflega grafin upp með einu fórnarlambanna sem Ísraelsher hafði notað jarðýtu til að grafa í grunnri gröf ásamt sjúkrabílum þeirra? Eða er það vegna þess að eftir að Ísrael stöðvaði allar sendingar fæðu og hjálpargagna inn á Gaza þann 2. mars og fyrir vikið eru tugir þúsunda fólks, einkum börn og gamalmenni, við dauðans dyr sökum næringarskorts? Eða er það tilraun fjölmiðla til að þvo hendur sínar af því hafa þagað eða jafnvel endurtekið sjónarmið og staðhæfingar Ísraels gagnrýnislaust í 19 mánuði samfleytt núna þegar Ísrael undirbýr lokalausn sína og safnar tugum þúsunda hermanna við landamæri Gaza? Hver svo sem ástæðan er ber að fagna að við erum loks að sjá umfjöllun um það sem við höfum horft á með eigin augum á samfélagsmiðlum í meira en 19 mánuði. Þó heyrist af og til í einhverjum sem ber í bætifláka fyrir þjóðarmorð Ísraels á Palestínumönnum með illa upplýstum útúrsnúningum og hálfsannleik ef ekki hreinlega beinum ósannindum. Um daginn birtist hér einn slíkur pistill eftir Einar G Harðarson, fasteignasala. Einar fer þar mikinn um að verið sé að draga upp of einfalda mynd af „deilunni“ þegar fjallað er um grimmdarverk Ísraels, um leið og umorða mætti pistil hans með orðunum sem við höfum öll heyrt endurtekið úr þessari átt „en hvað með Hamas?“. Það ætti að vera nóg að svara þeim pistli með orðunum: Það er ekki til nein einasta réttlæting fyrir þjóðarmorði. Jafnvel þó allar staðhæfingarnar í pistli Einars væru sannar þá hvorki réttlætir það né afsakar þjóðarmorð. Þjóðarmorð er versti hugsanlegi glæpur sem hægt er að fremja, og ekki einu sinni annað þjóðarmorð myndi réttlæta slíkt. En við skulum aðeins fara nánar yfir einstaka fullyrðingar. Einar byrjar á að tala um að harma það að fjölmiðlar fjalla ekki um Hamas heldur dragi upp þá mynd að um einhliða slátrun Ísraels á Palestínumönnum er að ræða. Eins og nefnt hefur verið hér að ofan er þetta auðvitað þveröfugt við það sem við hin sem lifum í raunheimum höfum horft upp á síðan þjóðarmorðið hófst. Ekkert sem Hamas gerði réttlætir þjóðarmorð. Viðkvæði hans er, eins og svo margra afsakenda Ísraels, að árás Hamas þann 7. október 2023 réttlæti öll hugsanleg viðbrögð Ísraels - og þá um leið að ekkert sem Ísrael gerir eða hefur gert réttlæti nein viðbrögð frá Palestínumönnum. Það er á þessum tvískinnungi sem vörnin fyrir aðilanum sem er að stunda þjóðarmorð í þessum töluðu orðum hvílir á. Gjörðum Ísrael er lýst sem einhverjum náttúruhamförum sem bara gerist eða gengur yfir fólk, en ekki aðgerðum sjálfstæðs ríkis með öflugan her og valdamikla bandamenn. Einar fer ekki einu sinni rétt með tölur um fórnarlömbin þann 7. október, en án þess að eyða miklu plássi í það læt ég það nægja að nefna að margfalt, margfalt fleiri óbreyttir borgarar hafa verið drepnir af Ísrael síðan. Það er öllu alvarlegra þegar rangfærslur um vopnahlé eru notaðar til að réttlæta áframhaldandi dráp. Hamas og Ísrael sömdu fyrst um vopnahlé í nóvember 2023 og slepptu tugum gísla í áföngum. Þegar Ísrael hélt áfram að skjóta á borgara í norðurhluta Gaza, bannaði fólki að snúa aftur heim og dró úr aðgangi þess að hjálpargögnum ákváðu forsvarsmenn Hamas að gera hlé á að sleppa fleiri gíslum. Ísrael svaraði með því að hefja nýja loftárásarhrinu, sem að sjálfsögðu kom mest niður á óbreyttum borgurum, einkum börnum, konum og gamalmennum. Báðir aðilar sökuðu hvor annan um brot á skilmálum, en fullyrðingin um að það hafi aðeins verið Hamas sem ekki stóð við samninginn eru út í hött. Næst snýr Einar sér að klisjunni um að Hamas steli hjálpargögnum, og noti sjúkrahús, moskur og skóla sem hernaðarstöðvar. Þetta virðist lengi hafa verið sjálfvirkt svar í réttlætingartilburðum Ísraels og þeirra sem verja þjóðarmorð þess - þetta viðkvæði kemur nefnilega alltaf upp þegar reynt er að afsaka fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Viðkvæðið er að Ísrael sé nauðbeygt til að drepa hundruðir óbreyttra borgara - ef ekki lækna, blaðamenn eða kennara þá konur og börn. Ef ekki í heimahúsum, þá í skólum, á sjúkrahúsum eða jafnvel í tjaldbúðum sem þau flúðu til eftir að Ísrael sprengdi heimili þeirra. Staðreyndin er hins vegar sú að þó að þessi klisja, þessi réttlæting á fjöldamorði, hafi oft verið endurtekin af vestrænum fjölmiðlum þá hafa hvorki Ísrael né bandamenn þeirra lagt fram nein staðfest gögn þess eðlis. Engin alþjóðastofnun - ekki Sameinuðu Þjóðirnar, ekki Rauði Krossinn, ekki Matvælaáætlun Sameinuðu Þjóðanna - hefur staðfest að Hamas hrifsi til sín hjálpargögn í stórum stíl. Þvert á móti sagði bandarískur sendifulltrúi í apríl á síðasta ári að Ísrael hafi ekki komið með nein sönnunargögn um að Hamas væri að stela hjálpargögnum frá Sameinuðu Þjóðunum. Fullyrðingar um mannlega skildi eru sama marki brennd og eru sérlega kaldar í ljósi þess að Ísrael hefur ráðist á eða gereytt hverjum einasta spítala í Gaza. Herinn hefur lagt í rúst alla háskóla, meirihluta grunnskóla og rifið eða sprengt mikinn meirihluta íbúðarhúsa á svæðinu. Þegar borgaralegir innviðir eru jafnaðir við jörðu með þessum skipulagða hætti er augljóst að markmiðið er ekki að grafa undan Hamas, heldur að gera líf fólksins sem býr þar óbærilegt. Hver einasta árás hefur verið réttlætt með fullyrðingum um að Hamas hafi starfað þaðan, en rétt eins og með matarstuldinn hafa engar haldbærar sannanir verið lagðar fram því til staðfestingar. Reyndin er þveröfug: Ísrael sýndi heiminum glansandi þrívíddarmynd af áætlaðri stjórnstöð Hamas undir Al-Shifa, stærsta spítala Gaza. En þegar Ísraelsher hafði sprengt og hertekið svæðið fannst ekkert. Ekki neitt. Og enginn spurði neitt nánar út í það - en halda samt áfram að kyrja þessa klisju. Auðvitað er ásökunin um mannlega skildi í grundvallaratriðum þrælskökk. Ekki aðeins er Gaza eitt þéttbýlasta svæði veraldar, heldur myndum við aldrei samþykkja viðlíka viðbrögð við aðrar aðstæður. Ísrael myndi að öllum líkindum ekki sprengja upp banka í Tel Aviv þó þar væri ræningi sem tekið hefði gísla. Rétt eins og svo margt í vörnum Ísraels byggir hún á því að fólkið í Palestínu er ekki aðeins minna virði en við hin, heldur beinlínis ekki jafn mennskt. Fullyrðingin um að Hamas hafi hindrað hjálparflutninga er sama marki brennd. Þetta er ekki aðeins algjörlega ósannað, né útskýrir Einar einu sinni í hverju þetta á að felast, heldur er þetta afvegaleiðing frá þeirri einföldu staðreynd að það er Ísrael sem stjórnar öllum aðflutningi inn í Gaza. Ísrael hefur ekki aðeins verið í náinni samvinnu við Egyptaland og Bandaríkin varðandi landamæri Gaza að Egyptalandi síðustu tuttugu ár, heldur stýrir herinn nú öllum landamærunum Gaza megin. Það fer ekkert inn í Gaza á samþykkis Ísraels. Þegar fólk deyr úr hungri eða vosbúð núna er það af því að Ísrael ákvað að skrúfa fyrir að matur og hjálpargögn kæmust inn fyrir tæpum þremur mánuðum Svo setur Einar fram enn aðra möntruna sem hefur verið notuð til að réttlæta þjóðarmorðið og afvegaleiða umræðuna frá fórnarlömbum þess, sem er sú að yfirstjórn Hamas lifi í vellystingum í Katar og í Dúbaí. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig það á að afsaka manngerða hungursneyð, að jafna við jörðu alla innviði sem fólk þarf og að drepa tugir þúsunda barna. En þó svo væri, þá eru ekki mikið af gögnum sem staðfest hafa verið af óháðum aðilum sem styðja einu sinni þetta. Leiðtogi Hamas í Gaza, Yahya Al-Sinwar, féll til að mynda í bardaga við Ísraelsher í Rafah og myndband sem sýnir síðustu andartök hans hefur gengið manna á milli. Hann var ekki í lúxus. Hann var í rústum lands síns með þjóð sinni. Pólitískur leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, var svo ráðinn af dögum af Ísrael í Teheran í Íran. Hann var aðalsamningamaður Hamas, og að drepa hann sýnir annars vegar það að Ísrael gæti drepið þessa meintu milljarðamæringa í Katar og Dúbaí hefðu þeir minnsta áhuga á því, og hins vegar það að Ísrael hafði engan áhuga á neinum samningum yfirhöfuð. Að lokum setur Einar fram þrjár spurningar sem honum finnst kjarna umræðuna, eða nálgun sem honum finnst skorta í framsetningu fjölmiðla. Þessar spurningar eru að vísu frekar retórískar ásakanir frekar en eiginlegar spurningar, en mig langar að svara þeim samt sem áður. Þær eru eftirfarandi: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Fyrstu spurningunni er auðvelt að svara. Það getur ekki leitt til vopnahlés. Ráðamenn í Ísrael hafa ítrekað og endurtekið sagt það tæpitungulaust að þó Hamas myndi frelsa alla gísla myndu aðgerðir Ísraels, þjóðarmorðið, ekki stoppa. Forsætisráðherra Ísraels hefur endurtók þetta síðast fyrr í þessum mánuði. Annarri spurningunni er líka tiltölulega auðvelt að svara. Helsti ‘byrgir’ Hamas og annarra andspyrnuhreyfinga í Gaza er Ísraelsher sjálfur; Ísrael hefur varpað yfir 100 þúsund tonnum af sprengiefni á Gaza síðan október 2023. Ekki nærri allar sprengjur springa, og ósprungnar sprengjur er hægt að nota til að búa til vopn. Þriðju spurningunni hins vegar er eitthvað sem Einar verður að eiga við sjálfan sig. Í grein sinni hefur hann oft á tíðum komið með skýringuna sjálfur, en virðist samt ekki meðtaka hana: Ísrael er í stríði við aldraða, konur og börn. Við höfum verið að horfa á þjóðarmorð í beinni í 19 mánuði, og ekkert lát virðist vera á. Allt ofangreint er samt sem áður aukaatriði, því jafnvel þó hver einasta staðhæfing Einars væri alveg rétt, og jafnvel þó við látum eins og Ísrael hafi ekki endurtekið verið staðið að hreinum lygum og að allur áróður þess hefur verið sannur, þá er það samt engin réttlæting á þjóðarmorði. Það er nefnilega, sem fyrr segir, ekki til nein réttlæting á þjóðarmorði, og þar hefði grein Einars átt byrja og enda. Ef við viljum tala um frið og mannúð af heilindum verðum við að byrja á því að horfast í augu við raunveruleikann: Það er Ísrael sem hefur lokað Gaza, sprengt það, svelt það og drepur enn tugi barna á hverjum einasta degi fyrir allra augum. Og það er fyrst núna sem vestrænir fjölmiðlar hafa seint og hikandi farið að viðurkenna það sem við hin höfum séð frá fyrsta degi. Höfundur er á móti þjóðarmorði Ísraels í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að fylgjast með sviptingum í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur um þjóðarmorðið í Gaza, sem nú hefur geisað í á tuttugasta mánuð. Ekki er aðeins fjallað meira um hrottalegar árásir Ísraels á óbreytta borgara en áður, heldur er það síður gert með fyrirvörum eða hlutlausu orðalagi, þar sem börn deyja einfaldlega bara í loftárásum án þess að gert er grein fyrir hver varpaði 1000 kílóa sprengju í miðjar tjaldbúðirnar þar sem þau höfðust við. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekki verið undanskildir þar. Íslenskir blaðamenn hafa, rétt eins og vestrænir starfsbræður þeirra, að mestu þagað meðan Ísraelsher hefur myrt ekki aðeins tugir þúsunda óbreyttra borgara, mestmegnis konur, börn og gamalmenni, heldur hefur hann drepið að minnsta kosti 180 blaðamenn á sama tíma. Alla tíð hefur Ísrael meinað erlendum blaðamönnum að fara sjálfir inn á Gaza til að rannsaka aðstæður, segja fréttir, sannfæra fullyrðinga deilandi aðila, og einfaldlega skrásetja það sem er að gerast. Það að drepa skipulega palestínska blaðamenn og meina öðrum blaðamönnum aðgang að Gaza getur aðeins átt sér tvær mögulegar skýringar: Annað hvort að hér er um að ræða skipulega tilraun til að koma í veg fyrir að sannleikurinn breiðist út, eða að Ísrael kærir sig svo kollótta um hverja þeir varpa sprengjur á að erlendir fjölmiðlar myndu fljótt missa blaðamenn sína í hrönnum. En afhverju eru þessar vendingar í fjölmiðlaumfjöllun núna? Var það vegna árásar Ísraela og morða á 15 sjúkraliðum þann 23. mars - sem Ísrael harðneitaði að hafa gert þar til upptaka af því var bókstaflega grafin upp með einu fórnarlambanna sem Ísraelsher hafði notað jarðýtu til að grafa í grunnri gröf ásamt sjúkrabílum þeirra? Eða er það vegna þess að eftir að Ísrael stöðvaði allar sendingar fæðu og hjálpargagna inn á Gaza þann 2. mars og fyrir vikið eru tugir þúsunda fólks, einkum börn og gamalmenni, við dauðans dyr sökum næringarskorts? Eða er það tilraun fjölmiðla til að þvo hendur sínar af því hafa þagað eða jafnvel endurtekið sjónarmið og staðhæfingar Ísraels gagnrýnislaust í 19 mánuði samfleytt núna þegar Ísrael undirbýr lokalausn sína og safnar tugum þúsunda hermanna við landamæri Gaza? Hver svo sem ástæðan er ber að fagna að við erum loks að sjá umfjöllun um það sem við höfum horft á með eigin augum á samfélagsmiðlum í meira en 19 mánuði. Þó heyrist af og til í einhverjum sem ber í bætifláka fyrir þjóðarmorð Ísraels á Palestínumönnum með illa upplýstum útúrsnúningum og hálfsannleik ef ekki hreinlega beinum ósannindum. Um daginn birtist hér einn slíkur pistill eftir Einar G Harðarson, fasteignasala. Einar fer þar mikinn um að verið sé að draga upp of einfalda mynd af „deilunni“ þegar fjallað er um grimmdarverk Ísraels, um leið og umorða mætti pistil hans með orðunum sem við höfum öll heyrt endurtekið úr þessari átt „en hvað með Hamas?“. Það ætti að vera nóg að svara þeim pistli með orðunum: Það er ekki til nein einasta réttlæting fyrir þjóðarmorði. Jafnvel þó allar staðhæfingarnar í pistli Einars væru sannar þá hvorki réttlætir það né afsakar þjóðarmorð. Þjóðarmorð er versti hugsanlegi glæpur sem hægt er að fremja, og ekki einu sinni annað þjóðarmorð myndi réttlæta slíkt. En við skulum aðeins fara nánar yfir einstaka fullyrðingar. Einar byrjar á að tala um að harma það að fjölmiðlar fjalla ekki um Hamas heldur dragi upp þá mynd að um einhliða slátrun Ísraels á Palestínumönnum er að ræða. Eins og nefnt hefur verið hér að ofan er þetta auðvitað þveröfugt við það sem við hin sem lifum í raunheimum höfum horft upp á síðan þjóðarmorðið hófst. Ekkert sem Hamas gerði réttlætir þjóðarmorð. Viðkvæði hans er, eins og svo margra afsakenda Ísraels, að árás Hamas þann 7. október 2023 réttlæti öll hugsanleg viðbrögð Ísraels - og þá um leið að ekkert sem Ísrael gerir eða hefur gert réttlæti nein viðbrögð frá Palestínumönnum. Það er á þessum tvískinnungi sem vörnin fyrir aðilanum sem er að stunda þjóðarmorð í þessum töluðu orðum hvílir á. Gjörðum Ísrael er lýst sem einhverjum náttúruhamförum sem bara gerist eða gengur yfir fólk, en ekki aðgerðum sjálfstæðs ríkis með öflugan her og valdamikla bandamenn. Einar fer ekki einu sinni rétt með tölur um fórnarlömbin þann 7. október, en án þess að eyða miklu plássi í það læt ég það nægja að nefna að margfalt, margfalt fleiri óbreyttir borgarar hafa verið drepnir af Ísrael síðan. Það er öllu alvarlegra þegar rangfærslur um vopnahlé eru notaðar til að réttlæta áframhaldandi dráp. Hamas og Ísrael sömdu fyrst um vopnahlé í nóvember 2023 og slepptu tugum gísla í áföngum. Þegar Ísrael hélt áfram að skjóta á borgara í norðurhluta Gaza, bannaði fólki að snúa aftur heim og dró úr aðgangi þess að hjálpargögnum ákváðu forsvarsmenn Hamas að gera hlé á að sleppa fleiri gíslum. Ísrael svaraði með því að hefja nýja loftárásarhrinu, sem að sjálfsögðu kom mest niður á óbreyttum borgurum, einkum börnum, konum og gamalmennum. Báðir aðilar sökuðu hvor annan um brot á skilmálum, en fullyrðingin um að það hafi aðeins verið Hamas sem ekki stóð við samninginn eru út í hött. Næst snýr Einar sér að klisjunni um að Hamas steli hjálpargögnum, og noti sjúkrahús, moskur og skóla sem hernaðarstöðvar. Þetta virðist lengi hafa verið sjálfvirkt svar í réttlætingartilburðum Ísraels og þeirra sem verja þjóðarmorð þess - þetta viðkvæði kemur nefnilega alltaf upp þegar reynt er að afsaka fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Viðkvæðið er að Ísrael sé nauðbeygt til að drepa hundruðir óbreyttra borgara - ef ekki lækna, blaðamenn eða kennara þá konur og börn. Ef ekki í heimahúsum, þá í skólum, á sjúkrahúsum eða jafnvel í tjaldbúðum sem þau flúðu til eftir að Ísrael sprengdi heimili þeirra. Staðreyndin er hins vegar sú að þó að þessi klisja, þessi réttlæting á fjöldamorði, hafi oft verið endurtekin af vestrænum fjölmiðlum þá hafa hvorki Ísrael né bandamenn þeirra lagt fram nein staðfest gögn þess eðlis. Engin alþjóðastofnun - ekki Sameinuðu Þjóðirnar, ekki Rauði Krossinn, ekki Matvælaáætlun Sameinuðu Þjóðanna - hefur staðfest að Hamas hrifsi til sín hjálpargögn í stórum stíl. Þvert á móti sagði bandarískur sendifulltrúi í apríl á síðasta ári að Ísrael hafi ekki komið með nein sönnunargögn um að Hamas væri að stela hjálpargögnum frá Sameinuðu Þjóðunum. Fullyrðingar um mannlega skildi eru sama marki brennd og eru sérlega kaldar í ljósi þess að Ísrael hefur ráðist á eða gereytt hverjum einasta spítala í Gaza. Herinn hefur lagt í rúst alla háskóla, meirihluta grunnskóla og rifið eða sprengt mikinn meirihluta íbúðarhúsa á svæðinu. Þegar borgaralegir innviðir eru jafnaðir við jörðu með þessum skipulagða hætti er augljóst að markmiðið er ekki að grafa undan Hamas, heldur að gera líf fólksins sem býr þar óbærilegt. Hver einasta árás hefur verið réttlætt með fullyrðingum um að Hamas hafi starfað þaðan, en rétt eins og með matarstuldinn hafa engar haldbærar sannanir verið lagðar fram því til staðfestingar. Reyndin er þveröfug: Ísrael sýndi heiminum glansandi þrívíddarmynd af áætlaðri stjórnstöð Hamas undir Al-Shifa, stærsta spítala Gaza. En þegar Ísraelsher hafði sprengt og hertekið svæðið fannst ekkert. Ekki neitt. Og enginn spurði neitt nánar út í það - en halda samt áfram að kyrja þessa klisju. Auðvitað er ásökunin um mannlega skildi í grundvallaratriðum þrælskökk. Ekki aðeins er Gaza eitt þéttbýlasta svæði veraldar, heldur myndum við aldrei samþykkja viðlíka viðbrögð við aðrar aðstæður. Ísrael myndi að öllum líkindum ekki sprengja upp banka í Tel Aviv þó þar væri ræningi sem tekið hefði gísla. Rétt eins og svo margt í vörnum Ísraels byggir hún á því að fólkið í Palestínu er ekki aðeins minna virði en við hin, heldur beinlínis ekki jafn mennskt. Fullyrðingin um að Hamas hafi hindrað hjálparflutninga er sama marki brennd. Þetta er ekki aðeins algjörlega ósannað, né útskýrir Einar einu sinni í hverju þetta á að felast, heldur er þetta afvegaleiðing frá þeirri einföldu staðreynd að það er Ísrael sem stjórnar öllum aðflutningi inn í Gaza. Ísrael hefur ekki aðeins verið í náinni samvinnu við Egyptaland og Bandaríkin varðandi landamæri Gaza að Egyptalandi síðustu tuttugu ár, heldur stýrir herinn nú öllum landamærunum Gaza megin. Það fer ekkert inn í Gaza á samþykkis Ísraels. Þegar fólk deyr úr hungri eða vosbúð núna er það af því að Ísrael ákvað að skrúfa fyrir að matur og hjálpargögn kæmust inn fyrir tæpum þremur mánuðum Svo setur Einar fram enn aðra möntruna sem hefur verið notuð til að réttlæta þjóðarmorðið og afvegaleiða umræðuna frá fórnarlömbum þess, sem er sú að yfirstjórn Hamas lifi í vellystingum í Katar og í Dúbaí. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig það á að afsaka manngerða hungursneyð, að jafna við jörðu alla innviði sem fólk þarf og að drepa tugir þúsunda barna. En þó svo væri, þá eru ekki mikið af gögnum sem staðfest hafa verið af óháðum aðilum sem styðja einu sinni þetta. Leiðtogi Hamas í Gaza, Yahya Al-Sinwar, féll til að mynda í bardaga við Ísraelsher í Rafah og myndband sem sýnir síðustu andartök hans hefur gengið manna á milli. Hann var ekki í lúxus. Hann var í rústum lands síns með þjóð sinni. Pólitískur leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, var svo ráðinn af dögum af Ísrael í Teheran í Íran. Hann var aðalsamningamaður Hamas, og að drepa hann sýnir annars vegar það að Ísrael gæti drepið þessa meintu milljarðamæringa í Katar og Dúbaí hefðu þeir minnsta áhuga á því, og hins vegar það að Ísrael hafði engan áhuga á neinum samningum yfirhöfuð. Að lokum setur Einar fram þrjár spurningar sem honum finnst kjarna umræðuna, eða nálgun sem honum finnst skorta í framsetningu fjölmiðla. Þessar spurningar eru að vísu frekar retórískar ásakanir frekar en eiginlegar spurningar, en mig langar að svara þeim samt sem áður. Þær eru eftirfarandi: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Fyrstu spurningunni er auðvelt að svara. Það getur ekki leitt til vopnahlés. Ráðamenn í Ísrael hafa ítrekað og endurtekið sagt það tæpitungulaust að þó Hamas myndi frelsa alla gísla myndu aðgerðir Ísraels, þjóðarmorðið, ekki stoppa. Forsætisráðherra Ísraels hefur endurtók þetta síðast fyrr í þessum mánuði. Annarri spurningunni er líka tiltölulega auðvelt að svara. Helsti ‘byrgir’ Hamas og annarra andspyrnuhreyfinga í Gaza er Ísraelsher sjálfur; Ísrael hefur varpað yfir 100 þúsund tonnum af sprengiefni á Gaza síðan október 2023. Ekki nærri allar sprengjur springa, og ósprungnar sprengjur er hægt að nota til að búa til vopn. Þriðju spurningunni hins vegar er eitthvað sem Einar verður að eiga við sjálfan sig. Í grein sinni hefur hann oft á tíðum komið með skýringuna sjálfur, en virðist samt ekki meðtaka hana: Ísrael er í stríði við aldraða, konur og börn. Við höfum verið að horfa á þjóðarmorð í beinni í 19 mánuði, og ekkert lát virðist vera á. Allt ofangreint er samt sem áður aukaatriði, því jafnvel þó hver einasta staðhæfing Einars væri alveg rétt, og jafnvel þó við látum eins og Ísrael hafi ekki endurtekið verið staðið að hreinum lygum og að allur áróður þess hefur verið sannur, þá er það samt engin réttlæting á þjóðarmorði. Það er nefnilega, sem fyrr segir, ekki til nein réttlæting á þjóðarmorði, og þar hefði grein Einars átt byrja og enda. Ef við viljum tala um frið og mannúð af heilindum verðum við að byrja á því að horfast í augu við raunveruleikann: Það er Ísrael sem hefur lokað Gaza, sprengt það, svelt það og drepur enn tugi barna á hverjum einasta degi fyrir allra augum. Og það er fyrst núna sem vestrænir fjölmiðlar hafa seint og hikandi farið að viðurkenna það sem við hin höfum séð frá fyrsta degi. Höfundur er á móti þjóðarmorði Ísraels í Palestínu.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar