Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:00 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, lagði til að tvö frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál yrðu færð framar á dagskrá þingsins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú síðdegis um að flýta afgreiðslu á útlendingamálum dómsmálaráðherra, eftir boð stjórnarandstöðunnar um það. Ráðherrann sagði um helgina að stjórnarandstaðan tefði fyrir afgreiðslu málanna á þingi. Að endingu náðust samningar um að færa mál ráðherrans framar á dagskrá. Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira