Allt farið í hund og kött á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 15:39 Minnihlutinn gekk hart fram og að dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem sagði á Sprengisandi minnihlutann stunda ómerkilega tafaleiki. Ríkisstjórnin sé með dagskrárvaldið. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu. Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira