Allt farið í hund og kött á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 15:39 Minnihlutinn gekk hart fram og að dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem sagði á Sprengisandi minnihlutann stunda ómerkilega tafaleiki. Ríkisstjórnin sé með dagskrárvaldið. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu. Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bergþór Ólason Miðflokki reið á vaðið, í liðnum Fundarstjórn forseta, og sagði að svo virtist sem dómsmálaráðherra hefði vaknað afundinn á sunnudagsmorgni þegar hún var til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í gær. Hann sagði að Þorbjörg Sigríður hlyti að átta sig á því að það væri ríkisstjórnin sem hefði dagskrárvaldið en ekki minnihlutinn. Það stæði ekki á minnihlutanum að liðka til fyrir málum hennar um útlendingamálin, en það væri ríkisstjórnin sem hefði sett málið síðast á dagskrá. Ekki minnihlutinn. Þá komu þeir hver af öðrum þingmennirnir upp í pontu og fordæmdu það sem Þorbjörg Sigríður hafði sagt. Þorgrímur Sigmundsson Miðflokki hnykkti á þessu með dagskrárvaldið, það væri meirihlutans en ekki minnihlutans og liðið hafi 36 dagar frá því að málefnaskrá var lögð fram þar til málið komst á dagskrá. „Meðan þau leggja fram mál um hunda og kattahald. Það er forgangsröðunin.“ Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki tók undir þetta og sagði að það væri óboðlegt að villa um fyrir almenningi með málflutningi sem þessum. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki sagði málið aftast á dagskrá ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að ríkisstjórnin væri hreinlega ekki í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Útlendingamálin komist ekki að hjá þessari ríkisstjórn. „Hér var meira að segja gert hlé á þingfundi til að halda aukafund um hunda- og kattahald. Það var meira forgangsatriði, og flest, fremur en að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í útlendingamálum.“ Og síðan komu þeir fram hver af öðrum í minnihlutanum og hömruðu á því að ríkisstjórnin hefði dagskrárvaldið. Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra sté í pontu og sagði það sérkennilegt hversu litlir Miðflokksmenn væru í sér í dag. Að það væri reiðarslag að dómsmálaráðherra talaði um pólitík? Hún hafi einfaldlega verið að tala um það sem öll þjóðin sjái, „vonlausa tafaleiki minnihlutans. Það væri gaman að heyra Miðflokkinn lýsa því yfir að þeir muni styðja þetta mál og sýna það í verki.“ Miðflokksmenn töldu þetta ómerkileg undanbrögð, það stæði ekki á þeim að styðja mál um útlendingamálin, sem væri þeirra sérstaða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðsflokks sagði þetta greinilega ekkert forgangsmál hjá ríkisstjórninni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira