Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:28 Kristrún Frostadóttir og aðrir leiðtogar Norðurlanda. Forsætisráðuneyti Finnlands/Lauri Heikkinen Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir öll Norðurlönd standa frammi fyrir ákveðnum áskorunum, eins og öryggis- og vandamálum og sömuleiðis samfélagslegum áskorunum. Sömuleiðis hafi verið að ræða samkeppnishæfni en fulltrúar atvinnulífsins á Norðurlöndum tóku þátt í fundinum. „Það liggur alveg fyrir að margt sem þarf að gera, til dæmis í öryggis- og varnarmálum hefur tvíhliða notkun. Þetta snýst ekki bara um beinharðar varnir heldur líka hvernig við styrkjum áfallaþol samfélagsins, vegi og hafnir og flugvelli getum við notað í varnartengdum tilgangi,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Kristrún segir atvinnulífið geta átt aðkomu þar en sömuleiðis hvað varðar það að auka öryggisvitund í samfélaginu og það geri Íslendingum betur kleift að takast á við stórar ákvarðanir. Talið er að á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar verði lagt til að fjárútlát til varnarmála hjá aðildarríkjum verði 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Úkraína var einnig til tals á fundinum og þar á meðal árásir Rússa á ríkið yfir helgina og ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Vladimír Pútin, kollega hans í Rússlandi. Kristún segir leiðtogana líta það jákvæðum augum að Trump átti sig á því að Pútín sé ekki allur sem séður. Sjá einnig: Mestu árásirnar hingað til, aftur „Þetta er það sem þessi hópur landi hefur lengi haldið fram. Að honum sé ekki treystandi og það þurfti að tryggja aðkomu fleiri aðila að samningaborðinu til þess að koma honum líka niður í sætið.“ Hún sagði leiðtogana vona að ummæli Trumps gefi til kynna að von sé á frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi frá Bandaríkjunum. „Það fyrst færi að hafa veruleg áhrif.“ Náin tengsl ekki sjálfgefin Eftir fund þeirra var haldinn blaðamannafundur þar sem farið var yfir það sem rætt var um. Þar tóku allir leiðtogarnir til máls og kom í ljós að innrás Rússa í Úkraínu og ógnin sem stafar af Rússlandi, og auknar fjárveitingar til varnarmála, var mikið rædd á fundinum. Þegar Kristrún tók fyrst til máls sagði hún mikilvægt að hafa í huga að náin tengsl Norðurlandanna væru merkileg. Það væri alls ekki sjálfsagður hlutur og að þessar þjóðir hefðu sameiginleg gildi sem þau þyrftu að standa vörð um. Hún sagði heiminn vera að breytast og þessi samstaða og sameiginlegu gildi skipti mál. Vísaði hún til þeirrar öryggisógnar sem rædd hefði verið á fundinum og sagði að sannfæra þyrfti þjóðir Norðurlanda um það af hverju öryggis- og varnarmál skiptu máli. „Ég get sagt það, komandi frá Íslandi, að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta litið til nágranna okkar og sagt: „Þetta er það sem norrænir félagar okkar eru að gera“.“ Hún tók málefni Grænlands sem dæmi. Ísland væri nágranni Grænlands og smáríki. Það væri Íslendingum mjög mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman vörð um alþjóðalög. Áhugasamir geta horft á fundinn hér á vef Forsætisráðuneytis Finnlands.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Grænland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira