Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. maí 2025 09:32 Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar