Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. maí 2025 09:32 Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun