Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 20:01 Magnús Skúlason arkitekt furðar sig á forljótum varðturnum. vísir/Lýður Valberg Arkitekt segir stærðarinnar varðturna í miðborginni vægast sagt hallærislega. Hann botnar ekkert í hönnuninni og segist aldrei hafa séð annað eins. Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“ Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ýmsir íbúar miðbæjarins ráku upp stór augu á dögunum þegar að þessi forljóti varðturn blasti skyndilega við. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir eru á honum. Um er að ræða tvo varðturna, einn við Hallgrímskirkju og annan neðarlega á Skólavörðustíg en þeir eru á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófa á vinsælum ferðamannasvæðum. Mikil umræða skapaðist um umrædda turna á íbúasíðu miðborgarinnar. Ýmsir líta þetta sem tímabæra vörn gegn lævísum þjófum á meðan aðrir súpa hveljur vegna útlits þeirra. Magnús Skúlason arkitekt sem býr í miðborginni undrar sig, eins og ýmsir aðrir, á hönnun turnanna eða öllu heldur skorti á hönnun. „Ég veit ekki hvað á að segja, mér finnst hann hallærislegur, vægast sagt til að byrja með. Ég botna ekkert í svona hönnun. Ég er dálítið viðkvæmur fyrir götugagni og það þarf að vanda til þeirra.“ Magnús segir engan vanda að hanna turnanna betur og nefnir sem dæmi ruslatunnur á svæðinu og jafnvel almenningsklósett sem fellur ágætlega við umhverfið. Dregur þetta þá of mikla athygli að sér? „Já sökum ljótleika hlítur það að gera það. Og fólk lítur bara undan. Sjá þetta bera í kirkjuna og náttúruna hérna. Mér finnst þessi hönnun eiginlega með ólíkindum.“ Magnús spyr hvort að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir þessu og segist aldrei hafa séð annað eins hér á landi eða erlendis. Hvernig áhrif heldurðu að þetta hafi á íbúa og ferðamenn hérna á svæðinu? „Ég held að þeir hljóti bara að gera svolítið grín af okkur Íslendingum fyrir að setja svona upp,“ segir hann og hlær og bætir við: „Eina bótin er að þetta sé afturkræf aðgerð, við getum huggað okkur við það.“
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira