Innlent

Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukku­stund

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Varðstjóri segir þetta afar sjaldgæft.
Varðstjóri segir þetta afar sjaldgæft. Vísir/Vilhelm

Sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund í kvöld.

Guðmundur Hreinsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir báðar fæðingarnar hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Hann segir sér hafa láðst að spyrja um kyn barnanna tveggja.

Hann segir það vera mjög sjaldgæft að sjúkraflutningamenn taki á móti tveimur börnum á svona stuttum tíma en bæði börn fæddust um kvöldmatarleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×