Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:44 Slóvakinn Maros Sefcovic er viðskiptaráðherra Evrópusambandsins. EPA Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Trump að tollaviðræður við Evrópusambandið hefðu ekki borið neinn árangur og því legði hann til að fimmtíu prósent tollum yrði komið á innflutning frá Evrópusambandinu frá og með 1. júní. Tillagan var enn einn viðsnúningurinn í tollastefnu Bandaríkjastjórnar en fyrir hafði Bandaríkjastjórn lagt á tíu prósent innflutningstolla á Evrópu, að undanskildu áli og stáli, til 8. júlí til að svigrúm gæfist til viðræðna. Maros Sefcovic viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og Jamieson Greer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna áttu símtal um þessar fyrirætlanir í gær. Að símtalinu loknu sagði Sefcovic ESB staðráðið í að landa tollasamningi þar sem komið er til móts við báða aðila. „Viðskipti milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru óviðjafnanleg og verða að grundvallast á virðingu, ekki hótunum. Við erum viðbúin að gæta eigin hagsmuna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sefcovic. Eftir að hafa birt samfélagsmiðlafærsluna sagði Trump við fréttamenn að hann væri ekki að leitast eftir nýjum samningi, viðræðum væri lokið. Þá bætti hann við að umfangsmikil fjárfesting evrópsks fyrirtækis á bandarísku fyrirtæki gæti verið tilefni til seinkunar á lagningu tollanna. Tollahótanir Trump hafa vakið hörð viðbrögð evrópskra ráðamanna. BBC hefur eftir Micheál Martin forsætisráðherra Írlands að viðræður séu eina sjálfbæra leiðin fram á við. Laurent Saint-Martin utanríkisráðherra Frakklands tekur í sama streng. Katherina Reiche efnahagsráðherra Þýskalands segir Evrópusambandið verða að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa samningi við Bandaríkin. Dick Schoof forsætisráðherra Hollands segir aftur á móti að Bandaríkjastjórn sé með aðgerðunum að beita brögðum sem þekkt eru í tollaviðræðum við Bandaríkin. Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum sagði Trump að tollaviðræður við Evrópusambandið hefðu ekki borið neinn árangur og því legði hann til að fimmtíu prósent tollum yrði komið á innflutning frá Evrópusambandinu frá og með 1. júní. Tillagan var enn einn viðsnúningurinn í tollastefnu Bandaríkjastjórnar en fyrir hafði Bandaríkjastjórn lagt á tíu prósent innflutningstolla á Evrópu, að undanskildu áli og stáli, til 8. júlí til að svigrúm gæfist til viðræðna. Maros Sefcovic viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og Jamieson Greer viðskiptaráðherra Bandaríkjanna áttu símtal um þessar fyrirætlanir í gær. Að símtalinu loknu sagði Sefcovic ESB staðráðið í að landa tollasamningi þar sem komið er til móts við báða aðila. „Viðskipti milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru óviðjafnanleg og verða að grundvallast á virðingu, ekki hótunum. Við erum viðbúin að gæta eigin hagsmuna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sefcovic. Eftir að hafa birt samfélagsmiðlafærsluna sagði Trump við fréttamenn að hann væri ekki að leitast eftir nýjum samningi, viðræðum væri lokið. Þá bætti hann við að umfangsmikil fjárfesting evrópsks fyrirtækis á bandarísku fyrirtæki gæti verið tilefni til seinkunar á lagningu tollanna. Tollahótanir Trump hafa vakið hörð viðbrögð evrópskra ráðamanna. BBC hefur eftir Micheál Martin forsætisráðherra Írlands að viðræður séu eina sjálfbæra leiðin fram á við. Laurent Saint-Martin utanríkisráðherra Frakklands tekur í sama streng. Katherina Reiche efnahagsráðherra Þýskalands segir Evrópusambandið verða að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa samningi við Bandaríkin. Dick Schoof forsætisráðherra Hollands segir aftur á móti að Bandaríkjastjórn sé með aðgerðunum að beita brögðum sem þekkt eru í tollaviðræðum við Bandaríkin.
Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira