Sást ekki til sólar fyrir mýi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. maí 2025 20:02 Hér má sjá svipmyndir sem lýsa ástandinu á Mývatni á mánudag ágætlega. Vísir/skjáskot Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt. Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“ Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“
Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira