Innlent

Upp­tök elds­voðans í rann­sókn og nemar við Harvard á­hyggju­fullir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við slökkviliðsstjórann á höfuðborgarsvæðinu um brunann mannskæða á Hjarðarhaga í gær. 

Lögregla rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað og skýrslur verða teknar síðar í dag. 

Við fjöllum einnig um nýja könnun Maskínu og fáum álit sérfræðings á henni og kíkjum í Perluna sem er nú formlega komin í hendur nýrra eigenda eftir að borgarstjóri skrifaði undir kaupsamning í morgun. 

Einnig fjöllum við um ástandið í háskólum Bandaríkjanna en Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband í kjölfar þess að heimild skólans til að taka við erlendum nemendum var felld úr gildi. 

Í íþróttafréttum verður handboltinn í sviðsljósinu en Framarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×