Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. maí 2025 11:33 Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar