Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Árni Sæberg skrifar 23. maí 2025 16:04 Gunnþór forstjóri Síldarvinnslunnar er ekki ánægður með áform stjórnvalda. Vísir/arnar Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar í gær segir að séu niðurstöður rekstrarreiknings tímabilsins reiknaðar í íslenskar krónur úr Bandaríkjadal, sem félagið gerir upp í, á meðalgengi tímabilsins þess, 138,45 krónur, hafi rekstrartekjur verið 11,4 milljarðar króna. EBITDA hafi numið 3,1 milljarði króna og hagnaður tímabilsins hafi verið einn milljarður króna. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar í íslenskar krónur á gengi 31. mars 2025, 131,95 krónur, hafi eignir samtals verið 138,1 milljarður króna, skuldir 52,5 milljarðar króna og eigið fé 85,6 milljarðar króna. Minnsta loðnuvertíð sögunnar veruleg vonbrigði Í orðsendingu frá Gunnþóri B. Ingvasyni, forstjóra félagsins, segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi Síldarvinnslan staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að loðnuvertíðin varð sú minnsta í sögunni. Það séu veruleg vonbrigði í ljósi þeirra væntinga sem uppi höfðu verið, sérstaklega í kjölfar loðnulauss árs 2024. Alls hafi borist um 3.000 tonn af loðnu til fiskiðjuversins, en eftirspurn eftir afurðum, bæði í Asíu og Austur-Evrópu, hafi verið mjög mikil og afurðaverð í sögulegu hámarki. Ljóst sé að stöðug framleiðsla loðnuafurða sé nauðsynleg til að viðhalda markaðsstöðu og þjónustu við neytendur, en ítrekaður afurðarskortur valdi því að hegðun neytenda breytist og það ógni markaðnum til lengri tíma. „Loðnuvertíð skiptir félagið verulegu máli. Framleiðsluverðmæti loðnuvertíðarinnar 2023 hjá Síldarvinnslunni nam um 70 milljónum bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur engin raunhæf úrræði til að verjast þeirri stöðu sem skapast þegar veiðiheimildum er ekki úthlutað.“ Slátruðu miklu meira en í fyrra en töpuðu samt gríðarlega Gunnþór segir að hlutdeildarfélag Síldarvinnslunnar, laxeldisfyrirtækið Arctic fish, hefði slátrað 3.140 tonnum af laxi á fjórðungnum, sem sé 24 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir aukið framleiðslumagn reyndust markaðsaðstæður krefjandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á tekjur og afkomu. Félagið hafi skilað tapi upp á 2,1 milljarð króna á fjórðungnum. „Það er umhugsunarvert hve mikill skattur er lagður á fiskeldið óháð afkomu, enda er hann tengdur við tekjur en óháður fjárbindingu og öðru,“ segir Gunnþór. Vinni gegn samkeppnishæfni Gunnþór lét sér ekki duga að velta fyrir sér skattamálum í fiskeldisbransanum. Hann segir að töluverð umræða hafi átt sér stað í kjölfar þess að ríkisstjórnin kynnti með skömmum fyrirvara fyrirhugaða tvöföldun veiðigjalda rétt fyrir páska. Umræðan hafi að mestu snúist um form og minna um innihald, og stjórnvöld hafi forðast að ræða raunverulegu áhrif sem frumvarpið muni hafa á sjávarútveginn. Á dögunum hafi hann birt minnisblað þar sem gerð væri grein fyrir áhrifum frumvarpsins á Síldarvinnsluna. Niðurstaðan hafi verið skýr, frumvarpið vinni gegn samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. „Fjölmargar áskoranir blasa nú við stjórnendum félagsins. Alþjóðleg óvissa hefur aukist og getur haft áhrif á markaði með litlum fyrirvara. Á sama tíma boða stjórnvöld aukna skattheimtu í formi veiðigjalda sem jafnframt ógnar samþættingu veiða og vinnslu sem er meginstoð þeirrar virðisaukningar og arðsemi sem greinin hefur byggst upp á.“ Ráðamenn ekki í tengslum við atvinnulífið Hann segir aðl yfirlýsingar ráðamanna, um að tvöföldun veiðigjalda hafi engin áhrif, opinberi í versta falli hversu ótengdir þeir séu gangverki atvinnulífsins. Sjávarútvegur hafi fjárfest mikið á undanförnum árum og fjárfestingarnar hafi að miklu leyti verið fjármagnaðar með eigin fé, það er að segja, félögin hafi nýtt stóran hluta af hagnaði sínum til að endurnýja skipastól og vinnslutækni svo samkeppnishæfni haldist á mörkuðum. Ef ríkið tekur 1.600 milljónir króna í viðbót af hagnaði félagsins þá einfaldlega dragist getan til fjárfestinga og framþróunar saman til samræmis við það. „Síldarvinnslan hf. hefur sett frekari fjárfestingar á ís og munu stjórnendur rýna allan rekstur með það í huga að finna út hvar megi spara og gera betur. Slíkar aðstæður kalla á aukið kostnaðaraðhald, hagræðingu og krefjandi ákvarðanatöku.“ Bitni líka á Fjarðabyggð Auk þess að bitna á fyrirtækinu sjálfu, sé ljóst að í Fjarðabyggð og nærumhverfi félagsins, muni þetta bitna á verslun, þjónustu og verktakafyrirtækjum. „Þannig má nefna að á síðustu þremur árum höfum við verslað við fyrirtæki í Fjarðabyggð fyrir 9,4 milljarða. Ljóst er að draga þarf saman seglin þegar ríkið mun taka 1.600 milljónir króna til viðbótar af væntum hagnaði félagsins árlega.“ Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Síldarvinnslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld. 30. apríl 2025 15:50 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar í gær segir að séu niðurstöður rekstrarreiknings tímabilsins reiknaðar í íslenskar krónur úr Bandaríkjadal, sem félagið gerir upp í, á meðalgengi tímabilsins þess, 138,45 krónur, hafi rekstrartekjur verið 11,4 milljarðar króna. EBITDA hafi numið 3,1 milljarði króna og hagnaður tímabilsins hafi verið einn milljarður króna. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar í íslenskar krónur á gengi 31. mars 2025, 131,95 krónur, hafi eignir samtals verið 138,1 milljarður króna, skuldir 52,5 milljarðar króna og eigið fé 85,6 milljarðar króna. Minnsta loðnuvertíð sögunnar veruleg vonbrigði Í orðsendingu frá Gunnþóri B. Ingvasyni, forstjóra félagsins, segir að á fyrsta ársfjórðungi hafi Síldarvinnslan staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að loðnuvertíðin varð sú minnsta í sögunni. Það séu veruleg vonbrigði í ljósi þeirra væntinga sem uppi höfðu verið, sérstaklega í kjölfar loðnulauss árs 2024. Alls hafi borist um 3.000 tonn af loðnu til fiskiðjuversins, en eftirspurn eftir afurðum, bæði í Asíu og Austur-Evrópu, hafi verið mjög mikil og afurðaverð í sögulegu hámarki. Ljóst sé að stöðug framleiðsla loðnuafurða sé nauðsynleg til að viðhalda markaðsstöðu og þjónustu við neytendur, en ítrekaður afurðarskortur valdi því að hegðun neytenda breytist og það ógni markaðnum til lengri tíma. „Loðnuvertíð skiptir félagið verulegu máli. Framleiðsluverðmæti loðnuvertíðarinnar 2023 hjá Síldarvinnslunni nam um 70 milljónum bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur engin raunhæf úrræði til að verjast þeirri stöðu sem skapast þegar veiðiheimildum er ekki úthlutað.“ Slátruðu miklu meira en í fyrra en töpuðu samt gríðarlega Gunnþór segir að hlutdeildarfélag Síldarvinnslunnar, laxeldisfyrirtækið Arctic fish, hefði slátrað 3.140 tonnum af laxi á fjórðungnum, sem sé 24 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir aukið framleiðslumagn reyndust markaðsaðstæður krefjandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á tekjur og afkomu. Félagið hafi skilað tapi upp á 2,1 milljarð króna á fjórðungnum. „Það er umhugsunarvert hve mikill skattur er lagður á fiskeldið óháð afkomu, enda er hann tengdur við tekjur en óháður fjárbindingu og öðru,“ segir Gunnþór. Vinni gegn samkeppnishæfni Gunnþór lét sér ekki duga að velta fyrir sér skattamálum í fiskeldisbransanum. Hann segir að töluverð umræða hafi átt sér stað í kjölfar þess að ríkisstjórnin kynnti með skömmum fyrirvara fyrirhugaða tvöföldun veiðigjalda rétt fyrir páska. Umræðan hafi að mestu snúist um form og minna um innihald, og stjórnvöld hafi forðast að ræða raunverulegu áhrif sem frumvarpið muni hafa á sjávarútveginn. Á dögunum hafi hann birt minnisblað þar sem gerð væri grein fyrir áhrifum frumvarpsins á Síldarvinnsluna. Niðurstaðan hafi verið skýr, frumvarpið vinni gegn samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. „Fjölmargar áskoranir blasa nú við stjórnendum félagsins. Alþjóðleg óvissa hefur aukist og getur haft áhrif á markaði með litlum fyrirvara. Á sama tíma boða stjórnvöld aukna skattheimtu í formi veiðigjalda sem jafnframt ógnar samþættingu veiða og vinnslu sem er meginstoð þeirrar virðisaukningar og arðsemi sem greinin hefur byggst upp á.“ Ráðamenn ekki í tengslum við atvinnulífið Hann segir aðl yfirlýsingar ráðamanna, um að tvöföldun veiðigjalda hafi engin áhrif, opinberi í versta falli hversu ótengdir þeir séu gangverki atvinnulífsins. Sjávarútvegur hafi fjárfest mikið á undanförnum árum og fjárfestingarnar hafi að miklu leyti verið fjármagnaðar með eigin fé, það er að segja, félögin hafi nýtt stóran hluta af hagnaði sínum til að endurnýja skipastól og vinnslutækni svo samkeppnishæfni haldist á mörkuðum. Ef ríkið tekur 1.600 milljónir króna í viðbót af hagnaði félagsins þá einfaldlega dragist getan til fjárfestinga og framþróunar saman til samræmis við það. „Síldarvinnslan hf. hefur sett frekari fjárfestingar á ís og munu stjórnendur rýna allan rekstur með það í huga að finna út hvar megi spara og gera betur. Slíkar aðstæður kalla á aukið kostnaðaraðhald, hagræðingu og krefjandi ákvarðanatöku.“ Bitni líka á Fjarðabyggð Auk þess að bitna á fyrirtækinu sjálfu, sé ljóst að í Fjarðabyggð og nærumhverfi félagsins, muni þetta bitna á verslun, þjónustu og verktakafyrirtækjum. „Þannig má nefna að á síðustu þremur árum höfum við verslað við fyrirtæki í Fjarðabyggð fyrir 9,4 milljarða. Ljóst er að draga þarf saman seglin þegar ríkið mun taka 1.600 milljónir króna til viðbótar af væntum hagnaði félagsins árlega.“
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Síldarvinnslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld. 30. apríl 2025 15:50 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld. 30. apríl 2025 15:50
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent