Enski boltinn

Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
AFC Whyteleafe er komið upp i áttundu efstu deild Englands.
AFC Whyteleafe er komið upp i áttundu efstu deild Englands. Tom West/MI News/NurPhoto via Getty Images

Leikmenn AFC Whyteleafe fögnuðu heldur óhefðbundnum meistaratitli í utandeild á Englandi þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti.

Óhætt er að segja að deildarkeppnin í Combined Counties Premier South utandeildinni hafi lokið á óhefðbundinn máta. Þegar deildarkeppninni lauk var lið Jersey Bulls á toppnum 96 stig, jafn mörg og Redhill, sem hafnaði í öðru sæti með verri markatölu.

Í þriðja sæti var svo AFC Whyteleafe með einu stigi minna, en þrátt fyrir það voru leikmenn Whyteleafe krýndir meistarar.

Ástæðan fyrir því að liðið í þriðja sæti varð meistari en einföld. Þrjú stig voru dregin af efstu tveimur liðunum. Jersey Bulls spilaði með leikmann sem átti að vera í banni í 4-0 sigri gegn Tooting and Mitcham United þann 20. mars síðastliðinn og Redhill fékk samskonar refsingu fyrir samskonar brot.

Það var því AFC Whyteleafe sem fagnaði sigri í Combined Counties Premier South deildinni og vann sér inn sæti í Isthmian League Division One South East, áttundu efstu deild á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×