Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 23:44 Lögregluþjónarnir voru í útkalli vegna heimilisofbeldis en voru á röngum stað. AP/Lögreglan í Farmington Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. AP fréttaveitan segir fjölskyldu mannsins hafa höfðað mál gegn lögreglunni, en í fyrra var ákveðið var að ákæra þá ekki. Fjölskyldan segir lögregluþjónana hafa brotið af sér í starfi og brotið á réttindum fjölskyldunnar. Þetta var í apríl árið 2023 en þá voru þrír lögregluþjónar sendir til að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi í Farmington í Nýju Mexíkó. Þeir fóru ekki á réttan stað og bönkuðu upp á hjá hinum 52 ára gamla Robert Dotson og eiginkonu hans. Þetta var seint að kvöldi og lá Dotson þá í rúminu. Hann fór á fætur, setti á sig slopp og fór til dyra en hann tók skammbyssu með sér. Lögregluþjónarnir, sem höfðu þrisvar sinnum kallað að þeir væru frá lögreglunni þegar þeir bönkuðu, beindu vasaljósum að Dotson þegar hann kom loks til dyra en þá voru þeir að ganga frá húsinu. Dotson mun þá hafa lyft skammbyssunni og beint henni að þeim. Allir þrír skutu Dotson til bana en hann hleypti engu skoti af. Eiginkona mannsins, Kimberley, kom hlaupandi niður og fann hann liggjandi á gólfinu. Hún tók upp byssuna og skaut út um dyrnar, en í lögsókn fjölskyldunnar segir að hún hafi ekki vitað hver hafi verið þarna úti. Hún hæfði engan en lögregluþjónarnir þrír skutu nítján skotum í átt að henni en þeir hæfðu hana ekki heldur. Atburðarrásina má sjá á myndbandinu hér að neðan. Höfðu ekki hugmynd um hver bankaði Matthew Garcia, áðurnefndur dómari, segir að með tilliti til þess að lögregluþjónunum hafi stafað ógn af Dotson og að þeir hafi haft mjög lítinn tíma til að bregðast við, sé ekki hægt að halda því fram að þeir hafi brotið af sér í starfi. Þeir hafi verið í rétti þegar þeir skutu hann til bana. Fjölskylda hans segir þó í lögsókninni að þau hjónin hafi verið á efri hæð hússins, í rúminu, og hafi ekki haft hugmynd um hver væri að berja á dyrnar. Þau hafi ekki heyrt lögregluþjónana kynna sig. Þegar Dotson kom til dyra kynntu þeir sig ekki aftur og segir fjölskyldan hann ekki hafa haft hugmynd um hver væri að beina ljósi að honum. Þá skipuðu þeir honum að setja hendur á loft og skutu hann. Fjölskyldan segir þá ekki hafa gefið Dotson tíma til að bregðast við aðstæðum. Kimberley vissi ekki heldur hver hefði skotið Dotson þegar hún kom niður og skaut út um dyrnar. Í lögsókninni segir að þegar hún heyrði lögregluþjónana kynna sig, hafi hún kallað til þeirra að eiginmaður hennar hafi verið skotin og beðið þá um aðstoð. Hún hafi ekki einu sinni þá gert sér grein fyrir því að það hafi verið þeir sem skutu hann. Enn fremur segir í lögsókninni, samkvæmt frétt CNN frá 2023, að Kimberley og tvö börn hennar hafi verið handjárnuð og að lögregluþjónarnir hafi ekki tilkynnt rannsakendum sem kallaðir voru á vettvang að þeir hefðu farið húsavillt. Halda lögsókninni áfram AP hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögsókninni verði haldið áfram, þrátt fyrir úrskurð dómarans. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við sagði úrskurð dómarans undarlegan. Hann bæði viðurkenni að lögregluþjónarnir hafi gert mistök, með því að fara húsavillt, en samt hafi þeir ekki brotið af sér. Fyrr í þessum mánuði úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að dómara þyrftu í tilfellum sem þessum að taka tillit til mála í heild, ekki eingöngu þeirra sekúndna þegar lögregluþjónar taka ákvörðun um að beita skotvopnum eða ekki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
AP fréttaveitan segir fjölskyldu mannsins hafa höfðað mál gegn lögreglunni, en í fyrra var ákveðið var að ákæra þá ekki. Fjölskyldan segir lögregluþjónana hafa brotið af sér í starfi og brotið á réttindum fjölskyldunnar. Þetta var í apríl árið 2023 en þá voru þrír lögregluþjónar sendir til að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi í Farmington í Nýju Mexíkó. Þeir fóru ekki á réttan stað og bönkuðu upp á hjá hinum 52 ára gamla Robert Dotson og eiginkonu hans. Þetta var seint að kvöldi og lá Dotson þá í rúminu. Hann fór á fætur, setti á sig slopp og fór til dyra en hann tók skammbyssu með sér. Lögregluþjónarnir, sem höfðu þrisvar sinnum kallað að þeir væru frá lögreglunni þegar þeir bönkuðu, beindu vasaljósum að Dotson þegar hann kom loks til dyra en þá voru þeir að ganga frá húsinu. Dotson mun þá hafa lyft skammbyssunni og beint henni að þeim. Allir þrír skutu Dotson til bana en hann hleypti engu skoti af. Eiginkona mannsins, Kimberley, kom hlaupandi niður og fann hann liggjandi á gólfinu. Hún tók upp byssuna og skaut út um dyrnar, en í lögsókn fjölskyldunnar segir að hún hafi ekki vitað hver hafi verið þarna úti. Hún hæfði engan en lögregluþjónarnir þrír skutu nítján skotum í átt að henni en þeir hæfðu hana ekki heldur. Atburðarrásina má sjá á myndbandinu hér að neðan. Höfðu ekki hugmynd um hver bankaði Matthew Garcia, áðurnefndur dómari, segir að með tilliti til þess að lögregluþjónunum hafi stafað ógn af Dotson og að þeir hafi haft mjög lítinn tíma til að bregðast við, sé ekki hægt að halda því fram að þeir hafi brotið af sér í starfi. Þeir hafi verið í rétti þegar þeir skutu hann til bana. Fjölskylda hans segir þó í lögsókninni að þau hjónin hafi verið á efri hæð hússins, í rúminu, og hafi ekki haft hugmynd um hver væri að berja á dyrnar. Þau hafi ekki heyrt lögregluþjónana kynna sig. Þegar Dotson kom til dyra kynntu þeir sig ekki aftur og segir fjölskyldan hann ekki hafa haft hugmynd um hver væri að beina ljósi að honum. Þá skipuðu þeir honum að setja hendur á loft og skutu hann. Fjölskyldan segir þá ekki hafa gefið Dotson tíma til að bregðast við aðstæðum. Kimberley vissi ekki heldur hver hefði skotið Dotson þegar hún kom niður og skaut út um dyrnar. Í lögsókninni segir að þegar hún heyrði lögregluþjónana kynna sig, hafi hún kallað til þeirra að eiginmaður hennar hafi verið skotin og beðið þá um aðstoð. Hún hafi ekki einu sinni þá gert sér grein fyrir því að það hafi verið þeir sem skutu hann. Enn fremur segir í lögsókninni, samkvæmt frétt CNN frá 2023, að Kimberley og tvö börn hennar hafi verið handjárnuð og að lögregluþjónarnir hafi ekki tilkynnt rannsakendum sem kallaðir voru á vettvang að þeir hefðu farið húsavillt. Halda lögsókninni áfram AP hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögsókninni verði haldið áfram, þrátt fyrir úrskurð dómarans. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við sagði úrskurð dómarans undarlegan. Hann bæði viðurkenni að lögregluþjónarnir hafi gert mistök, með því að fara húsavillt, en samt hafi þeir ekki brotið af sér. Fyrr í þessum mánuði úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að dómara þyrftu í tilfellum sem þessum að taka tillit til mála í heild, ekki eingöngu þeirra sekúndna þegar lögregluþjónar taka ákvörðun um að beita skotvopnum eða ekki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira