Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 23:44 Lögregluþjónarnir voru í útkalli vegna heimilisofbeldis en voru á röngum stað. AP/Lögreglan í Farmington Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. AP fréttaveitan segir fjölskyldu mannsins hafa höfðað mál gegn lögreglunni, en í fyrra var ákveðið var að ákæra þá ekki. Fjölskyldan segir lögregluþjónana hafa brotið af sér í starfi og brotið á réttindum fjölskyldunnar. Þetta var í apríl árið 2023 en þá voru þrír lögregluþjónar sendir til að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi í Farmington í Nýju Mexíkó. Þeir fóru ekki á réttan stað og bönkuðu upp á hjá hinum 52 ára gamla Robert Dotson og eiginkonu hans. Þetta var seint að kvöldi og lá Dotson þá í rúminu. Hann fór á fætur, setti á sig slopp og fór til dyra en hann tók skammbyssu með sér. Lögregluþjónarnir, sem höfðu þrisvar sinnum kallað að þeir væru frá lögreglunni þegar þeir bönkuðu, beindu vasaljósum að Dotson þegar hann kom loks til dyra en þá voru þeir að ganga frá húsinu. Dotson mun þá hafa lyft skammbyssunni og beint henni að þeim. Allir þrír skutu Dotson til bana en hann hleypti engu skoti af. Eiginkona mannsins, Kimberley, kom hlaupandi niður og fann hann liggjandi á gólfinu. Hún tók upp byssuna og skaut út um dyrnar, en í lögsókn fjölskyldunnar segir að hún hafi ekki vitað hver hafi verið þarna úti. Hún hæfði engan en lögregluþjónarnir þrír skutu nítján skotum í átt að henni en þeir hæfðu hana ekki heldur. Atburðarrásina má sjá á myndbandinu hér að neðan. Höfðu ekki hugmynd um hver bankaði Matthew Garcia, áðurnefndur dómari, segir að með tilliti til þess að lögregluþjónunum hafi stafað ógn af Dotson og að þeir hafi haft mjög lítinn tíma til að bregðast við, sé ekki hægt að halda því fram að þeir hafi brotið af sér í starfi. Þeir hafi verið í rétti þegar þeir skutu hann til bana. Fjölskylda hans segir þó í lögsókninni að þau hjónin hafi verið á efri hæð hússins, í rúminu, og hafi ekki haft hugmynd um hver væri að berja á dyrnar. Þau hafi ekki heyrt lögregluþjónana kynna sig. Þegar Dotson kom til dyra kynntu þeir sig ekki aftur og segir fjölskyldan hann ekki hafa haft hugmynd um hver væri að beina ljósi að honum. Þá skipuðu þeir honum að setja hendur á loft og skutu hann. Fjölskyldan segir þá ekki hafa gefið Dotson tíma til að bregðast við aðstæðum. Kimberley vissi ekki heldur hver hefði skotið Dotson þegar hún kom niður og skaut út um dyrnar. Í lögsókninni segir að þegar hún heyrði lögregluþjónana kynna sig, hafi hún kallað til þeirra að eiginmaður hennar hafi verið skotin og beðið þá um aðstoð. Hún hafi ekki einu sinni þá gert sér grein fyrir því að það hafi verið þeir sem skutu hann. Enn fremur segir í lögsókninni, samkvæmt frétt CNN frá 2023, að Kimberley og tvö börn hennar hafi verið handjárnuð og að lögregluþjónarnir hafi ekki tilkynnt rannsakendum sem kallaðir voru á vettvang að þeir hefðu farið húsavillt. Halda lögsókninni áfram AP hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögsókninni verði haldið áfram, þrátt fyrir úrskurð dómarans. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við sagði úrskurð dómarans undarlegan. Hann bæði viðurkenni að lögregluþjónarnir hafi gert mistök, með því að fara húsavillt, en samt hafi þeir ekki brotið af sér. Fyrr í þessum mánuði úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að dómara þyrftu í tilfellum sem þessum að taka tillit til mála í heild, ekki eingöngu þeirra sekúndna þegar lögregluþjónar taka ákvörðun um að beita skotvopnum eða ekki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
AP fréttaveitan segir fjölskyldu mannsins hafa höfðað mál gegn lögreglunni, en í fyrra var ákveðið var að ákæra þá ekki. Fjölskyldan segir lögregluþjónana hafa brotið af sér í starfi og brotið á réttindum fjölskyldunnar. Þetta var í apríl árið 2023 en þá voru þrír lögregluþjónar sendir til að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi í Farmington í Nýju Mexíkó. Þeir fóru ekki á réttan stað og bönkuðu upp á hjá hinum 52 ára gamla Robert Dotson og eiginkonu hans. Þetta var seint að kvöldi og lá Dotson þá í rúminu. Hann fór á fætur, setti á sig slopp og fór til dyra en hann tók skammbyssu með sér. Lögregluþjónarnir, sem höfðu þrisvar sinnum kallað að þeir væru frá lögreglunni þegar þeir bönkuðu, beindu vasaljósum að Dotson þegar hann kom loks til dyra en þá voru þeir að ganga frá húsinu. Dotson mun þá hafa lyft skammbyssunni og beint henni að þeim. Allir þrír skutu Dotson til bana en hann hleypti engu skoti af. Eiginkona mannsins, Kimberley, kom hlaupandi niður og fann hann liggjandi á gólfinu. Hún tók upp byssuna og skaut út um dyrnar, en í lögsókn fjölskyldunnar segir að hún hafi ekki vitað hver hafi verið þarna úti. Hún hæfði engan en lögregluþjónarnir þrír skutu nítján skotum í átt að henni en þeir hæfðu hana ekki heldur. Atburðarrásina má sjá á myndbandinu hér að neðan. Höfðu ekki hugmynd um hver bankaði Matthew Garcia, áðurnefndur dómari, segir að með tilliti til þess að lögregluþjónunum hafi stafað ógn af Dotson og að þeir hafi haft mjög lítinn tíma til að bregðast við, sé ekki hægt að halda því fram að þeir hafi brotið af sér í starfi. Þeir hafi verið í rétti þegar þeir skutu hann til bana. Fjölskylda hans segir þó í lögsókninni að þau hjónin hafi verið á efri hæð hússins, í rúminu, og hafi ekki haft hugmynd um hver væri að berja á dyrnar. Þau hafi ekki heyrt lögregluþjónana kynna sig. Þegar Dotson kom til dyra kynntu þeir sig ekki aftur og segir fjölskyldan hann ekki hafa haft hugmynd um hver væri að beina ljósi að honum. Þá skipuðu þeir honum að setja hendur á loft og skutu hann. Fjölskyldan segir þá ekki hafa gefið Dotson tíma til að bregðast við aðstæðum. Kimberley vissi ekki heldur hver hefði skotið Dotson þegar hún kom niður og skaut út um dyrnar. Í lögsókninni segir að þegar hún heyrði lögregluþjónana kynna sig, hafi hún kallað til þeirra að eiginmaður hennar hafi verið skotin og beðið þá um aðstoð. Hún hafi ekki einu sinni þá gert sér grein fyrir því að það hafi verið þeir sem skutu hann. Enn fremur segir í lögsókninni, samkvæmt frétt CNN frá 2023, að Kimberley og tvö börn hennar hafi verið handjárnuð og að lögregluþjónarnir hafi ekki tilkynnt rannsakendum sem kallaðir voru á vettvang að þeir hefðu farið húsavillt. Halda lögsókninni áfram AP hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögsókninni verði haldið áfram, þrátt fyrir úrskurð dómarans. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við sagði úrskurð dómarans undarlegan. Hann bæði viðurkenni að lögregluþjónarnir hafi gert mistök, með því að fara húsavillt, en samt hafi þeir ekki brotið af sér. Fyrr í þessum mánuði úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að dómara þyrftu í tilfellum sem þessum að taka tillit til mála í heild, ekki eingöngu þeirra sekúndna þegar lögregluþjónar taka ákvörðun um að beita skotvopnum eða ekki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira