Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. maí 2025 20:03 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við mótmælendur fyrir ríkisstjórnarfund í mars. Hún er stödd í Brussel þessa dagana og gat því ekki rætt við mótmælendur sem mótmæltu fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Nokkuð fjölmenn og kröftug mótmæli fóru fram við utanríkisráðuneytið í morgun þar sem mótmælendur kröfðust þess meðal annars að Íslendingar þrýsti á bandaþjóðir um að koma á alþjóðlegum þvingunaraðgerðum gegn Ísrael. Á sama tíma standa íbúar á Gaza frammi fyrir óbærilegri bið eftir hjálpargögnum. Um hundrað vörubílum með ýmsar nauðsynjavörur á borð við barnamat og sjúkragögn var hleypt inn á svæðið í gær og í fyrradag. Gögnin hafa þó ekki komist til skila. Ísraelar vísa til þess að unnið sé að leiðum til að tryggja að Hamas-liðar komist ekki í neyðaraðstoðina. Mannréttindasamtök segjast hins vegar í kappi við tímann. Nær engin hjálpargögn hafa farið inn á svæðið í ellefu vikur og þúsundir barna nú eigi á hættu að látast vegna vannæringar á næstu dögum og barist er um hvern bita. Yfir áttatíu hafa verið drepin í árásum Ísraelshers á Gaza síðasta sólarhringinn, þeirra á meðal eru tveggja ára barn og viku gamalt barn. Horft upp á þjóðernishreinsanir bregðist alþjóðsamfélagið ekki við Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, sem er stödd í Brussel, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þarna kölluðu mótmælendur nafn þitt hátt og skýrt. Þeir kalla líka eftir þvingunaraðgerðum, viðskiptaþvingunum og sniðgöngu í íþrótta- og menningarsamstarfi. Hver eru svör þín við þessu? „Ég hefði gjarnan viljað vera einmitt heima til þess að fara út og spjalla við fólkið sem var eðlilega að mótmæla. Ég skil að þau mótmæli þessari hræðilegu aðstöðu og aðstæðum sem fólkið á Gasa býr við núna og það er erfitt að horfa upp á þetta,“ „En það sem við höfum verið að gera er til að mynda það sem við gerðum fyrir tveimur vikum þar sem við vorum sex utanríkisráðherrar að byrja að skapa þrýsting. Nægilega mikinn þrýsting sem fylgdi í kjölfarið með því að sjö forsætisráðherrar eru að setja þrýsting á Ísrael,“ sagði hún. Evrópusambandið taki nú mikilvæg skref til að auka þrýsting á Ísrael. „Ein og sér, kannski ekki svo mikill árangur en við erum að fá fólk með því að tala og skapa þrýsting með Noregi og öðrum ríkjum svo Ísraelar fari að opna aðeins faðminn og opni fyrir þessum bílum með þessi hjálpartæki og mannúðaraðstoð. Við erum annars að horfa upp á óbærilegt ástand,“ sagði Þorgerður. „Ef alþjóðasamfélagið ætlar ekki að bregðast harðar við þá erum við að horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa og það er algjörlega ólíðandi.“ Takturinn að breytast Þorgerður fundaði í dag með Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, og EFTA-ríkjunum og segir ljóst að Evrópusambandið sé að stíga fastar niður. Í vikunni hafi hún og 23 utanríkisráðherrar landa og ríkjasambanda tekið þátt í því að gagnrýna Ísrael. „Það er að breytast takturinn, ég fann það á fundi sem ég hef átt bæði með NATO og Evrópuráðinu í vikunni að það verður að fara að gera eitthvað. Þetta gengur ekki,“ sagði Þorgerður. „Og ég vil minna líka á að Tom Fletcher, yfirmaður OCHA, og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa bent á það, alveg andstætt því sem Ísraelar hafa verið að segja, að ef þetta heldur svona áfram verður gríðarleg hungursneyð og við getum ekki horft upp á það.“ Hún skilji því vel mótmælin í dag og sér finnist miður að hafa ekki getað talað við mótmælendur. „Þá er það á ábyrgð allra“ Það er kominn harðari tónn í þjóðarleiðtoga. Munum við sjá meira, munu mótmælendur og þeim sem er umhugað um þetta fólk sjá aðgerðir, fleiri skref og skýr? „Það verða að vera fleiri skref. Það er meðal annars það sem við sögðum á fundinum í dag. Ef Ísraelar ætla ekki að opna fyrir mannúðaraðstoð þá verða að vera þvinganir í kjölfarið. Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala, það verða að vera þvinganir til þess að koma mannúðaraðstoð á svæðið,“ sagði Þorgerður. „Ellegar er það einmitt þannig að það munu börn, konur, fatlaðir og fólk deyja á Gasa. Og þá er það á ábyrgð allra, allra.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Viðskiptaþvinganir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Nokkuð fjölmenn og kröftug mótmæli fóru fram við utanríkisráðuneytið í morgun þar sem mótmælendur kröfðust þess meðal annars að Íslendingar þrýsti á bandaþjóðir um að koma á alþjóðlegum þvingunaraðgerðum gegn Ísrael. Á sama tíma standa íbúar á Gaza frammi fyrir óbærilegri bið eftir hjálpargögnum. Um hundrað vörubílum með ýmsar nauðsynjavörur á borð við barnamat og sjúkragögn var hleypt inn á svæðið í gær og í fyrradag. Gögnin hafa þó ekki komist til skila. Ísraelar vísa til þess að unnið sé að leiðum til að tryggja að Hamas-liðar komist ekki í neyðaraðstoðina. Mannréttindasamtök segjast hins vegar í kappi við tímann. Nær engin hjálpargögn hafa farið inn á svæðið í ellefu vikur og þúsundir barna nú eigi á hættu að látast vegna vannæringar á næstu dögum og barist er um hvern bita. Yfir áttatíu hafa verið drepin í árásum Ísraelshers á Gaza síðasta sólarhringinn, þeirra á meðal eru tveggja ára barn og viku gamalt barn. Horft upp á þjóðernishreinsanir bregðist alþjóðsamfélagið ekki við Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, sem er stödd í Brussel, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þarna kölluðu mótmælendur nafn þitt hátt og skýrt. Þeir kalla líka eftir þvingunaraðgerðum, viðskiptaþvingunum og sniðgöngu í íþrótta- og menningarsamstarfi. Hver eru svör þín við þessu? „Ég hefði gjarnan viljað vera einmitt heima til þess að fara út og spjalla við fólkið sem var eðlilega að mótmæla. Ég skil að þau mótmæli þessari hræðilegu aðstöðu og aðstæðum sem fólkið á Gasa býr við núna og það er erfitt að horfa upp á þetta,“ „En það sem við höfum verið að gera er til að mynda það sem við gerðum fyrir tveimur vikum þar sem við vorum sex utanríkisráðherrar að byrja að skapa þrýsting. Nægilega mikinn þrýsting sem fylgdi í kjölfarið með því að sjö forsætisráðherrar eru að setja þrýsting á Ísrael,“ sagði hún. Evrópusambandið taki nú mikilvæg skref til að auka þrýsting á Ísrael. „Ein og sér, kannski ekki svo mikill árangur en við erum að fá fólk með því að tala og skapa þrýsting með Noregi og öðrum ríkjum svo Ísraelar fari að opna aðeins faðminn og opni fyrir þessum bílum með þessi hjálpartæki og mannúðaraðstoð. Við erum annars að horfa upp á óbærilegt ástand,“ sagði Þorgerður. „Ef alþjóðasamfélagið ætlar ekki að bregðast harðar við þá erum við að horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa og það er algjörlega ólíðandi.“ Takturinn að breytast Þorgerður fundaði í dag með Kaju Kallas, utanríkismálastjóra ESB, og EFTA-ríkjunum og segir ljóst að Evrópusambandið sé að stíga fastar niður. Í vikunni hafi hún og 23 utanríkisráðherrar landa og ríkjasambanda tekið þátt í því að gagnrýna Ísrael. „Það er að breytast takturinn, ég fann það á fundi sem ég hef átt bæði með NATO og Evrópuráðinu í vikunni að það verður að fara að gera eitthvað. Þetta gengur ekki,“ sagði Þorgerður. „Og ég vil minna líka á að Tom Fletcher, yfirmaður OCHA, og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa bent á það, alveg andstætt því sem Ísraelar hafa verið að segja, að ef þetta heldur svona áfram verður gríðarleg hungursneyð og við getum ekki horft upp á það.“ Hún skilji því vel mótmælin í dag og sér finnist miður að hafa ekki getað talað við mótmælendur. „Þá er það á ábyrgð allra“ Það er kominn harðari tónn í þjóðarleiðtoga. Munum við sjá meira, munu mótmælendur og þeim sem er umhugað um þetta fólk sjá aðgerðir, fleiri skref og skýr? „Það verða að vera fleiri skref. Það er meðal annars það sem við sögðum á fundinum í dag. Ef Ísraelar ætla ekki að opna fyrir mannúðaraðstoð þá verða að vera þvinganir í kjölfarið. Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala, það verða að vera þvinganir til þess að koma mannúðaraðstoð á svæðið,“ sagði Þorgerður. „Ellegar er það einmitt þannig að það munu börn, konur, fatlaðir og fólk deyja á Gasa. Og þá er það á ábyrgð allra, allra.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Viðskiptaþvinganir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira