Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 15:48 Ómerktur lögreglubíll í Krýsuvík nærri vettvangnum í september í fyrra. Vísir/Bjarni Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað. Það var um kvöldmatarleytið 15. september í fyrra sem Sigurður hringdi sjálfur í Neyðarlínuna. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Héraðssaksóknari staðfesti við fréttastofu á dögunum að Sigurður hefði verið metinn sakhæfur. Fjölskipaður héraðsdómur hefur lokaorðið varðandi það hvort hann teljist sakhæfur. Þá herma heimildir fréttastofu að Sigurður beri fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Enginn annar hefur verið bendlaður við verknaðinn. Verjandi Sigurðar fór samkvæmt upplýsingum fréttastofu fram á að þinghald í málinu yrði lokað. Móðir hinnar látnu mótmælti ekki þeirri kröfu ekki frekar en saksóknari í málinu. Héraðsdómur Reykjaness sagði í skriflegu svari í síðustu viku að málið væri lokað til að hlífa fjölskyldu hinnar látnu. Vildi allt fyrir dóttur sína gera Móðir stúlkunnar sagði í færslu á Facebook í janúar að feðginin hefðu ætlað að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana. „Því hann hefur ætíð verið kurteis, hjálpsamur, samviskusamur, örlátur og duglegur. Hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vinur. Hann elskaði dóttur sína og gerði allt fyrir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott samband. Upplifun mín hefur því verið að ég missti meira en dóttur mína þann 15. september,“ sagði Ingibjörg Dagný Ingadóttir, móðir Kolfinnu Eldeyjar sem lést. Sigurður hafi aftur á móti glímt við andleg veikindi. Síðasta vor hafi hann horfið heiman frá sér og hún látið lýsa eftir honum, enda hafi verið afar óvenjulegt að ekki heyrðist frá honum og hann mætti ekki til vinnu. „Þegar hann loks fannst á gangi í Kópavogi þá var liðið á þriðja sólarhring. Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fótum eftir að hafa labbað stanslaust síðan á aðfararnótt mánudags. Hann hafði bara gengið um allan þann tíma í einhverju geðrofi, maníu eða einhverju sem ég kann ekki betur að nefna. En það var ljóst að það var eitthvað að. Hann fékk aðhlynningu í einhverjar klukkustundir á bráðamóttökunni áður en hann var útskrifaður.“ Handónýtt geðheilbrigðiskerfi Fljótlega eftir að Sigurður Fannar týndist hafi hún hjálpað honum að sækja sér aðstoð á geðdeild Landspítalans. Hann hafi fengið einhver lyf frá læknum en eftir nokkurra daga bið hafi hann fengið höfnun frá áfallateymi spítalans. „Ekkert viðtal, engar skýringar, ekki neitt.“ Ingibjörg Dagný hefur áður sagt einu orsök andláts dóttur hennar vera handónýtt geðheilbrigðiskerfi. „Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“ Efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu margfalt og tryggja að dauði Kolfinnu Eldeyjar verði ekki til einskis. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Það var um kvöldmatarleytið 15. september í fyrra sem Sigurður hringdi sjálfur í Neyðarlínuna. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Héraðssaksóknari staðfesti við fréttastofu á dögunum að Sigurður hefði verið metinn sakhæfur. Fjölskipaður héraðsdómur hefur lokaorðið varðandi það hvort hann teljist sakhæfur. Þá herma heimildir fréttastofu að Sigurður beri fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Enginn annar hefur verið bendlaður við verknaðinn. Verjandi Sigurðar fór samkvæmt upplýsingum fréttastofu fram á að þinghald í málinu yrði lokað. Móðir hinnar látnu mótmælti ekki þeirri kröfu ekki frekar en saksóknari í málinu. Héraðsdómur Reykjaness sagði í skriflegu svari í síðustu viku að málið væri lokað til að hlífa fjölskyldu hinnar látnu. Vildi allt fyrir dóttur sína gera Móðir stúlkunnar sagði í færslu á Facebook í janúar að feðginin hefðu ætlað að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana. „Því hann hefur ætíð verið kurteis, hjálpsamur, samviskusamur, örlátur og duglegur. Hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vinur. Hann elskaði dóttur sína og gerði allt fyrir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott samband. Upplifun mín hefur því verið að ég missti meira en dóttur mína þann 15. september,“ sagði Ingibjörg Dagný Ingadóttir, móðir Kolfinnu Eldeyjar sem lést. Sigurður hafi aftur á móti glímt við andleg veikindi. Síðasta vor hafi hann horfið heiman frá sér og hún látið lýsa eftir honum, enda hafi verið afar óvenjulegt að ekki heyrðist frá honum og hann mætti ekki til vinnu. „Þegar hann loks fannst á gangi í Kópavogi þá var liðið á þriðja sólarhring. Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fótum eftir að hafa labbað stanslaust síðan á aðfararnótt mánudags. Hann hafði bara gengið um allan þann tíma í einhverju geðrofi, maníu eða einhverju sem ég kann ekki betur að nefna. En það var ljóst að það var eitthvað að. Hann fékk aðhlynningu í einhverjar klukkustundir á bráðamóttökunni áður en hann var útskrifaður.“ Handónýtt geðheilbrigðiskerfi Fljótlega eftir að Sigurður Fannar týndist hafi hún hjálpað honum að sækja sér aðstoð á geðdeild Landspítalans. Hann hafi fengið einhver lyf frá læknum en eftir nokkurra daga bið hafi hann fengið höfnun frá áfallateymi spítalans. „Ekkert viðtal, engar skýringar, ekki neitt.“ Ingibjörg Dagný hefur áður sagt einu orsök andláts dóttur hennar vera handónýtt geðheilbrigðiskerfi. „Kerfi sem kemur fram við fólk eins og það hafi ekki vit á því sjálft hvernig því líður, kerfi sem lítillækkar fólk sem leitar sér hjálpar og sendir það jafnvel fárveikt heim, þar sem það skaðar sjálft sig eða aðra.“ Efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu margfalt og tryggja að dauði Kolfinnu Eldeyjar verði ekki til einskis.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira