Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir og Sigríður Ella Jónsdóttir skrifa 22. maí 2025 09:40 Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir. Bati sem rekur tvö húsnæði - batahús þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða í lok afplánunar og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Þessi þróun kallar á aukna meðvitund og skilning um sérstakar aðstæður og þarfir kvenna í afplánun. Konur þessar búa oft við margþættan félags- og heilsufarslegan vanda, eins og geðrænar áskoranir og áfengis- og/eða vímuefnanotkun og eiga að baki langa og flókna áfallasögu. Það sem einkennir sömuleiðis þennan hóp er að margar kvennanna eru mæður sem hafa tímabundið, eða jafnvel varanlega, misst forræði yfir börnum sínum. Slíkt hefur djúpstæð áhrif á líðan þeirra og fylgir því oft mikil skömm, sorg og einangrun. Konur dvelja almennt lengur í lokuðum úrræðum heldur en karlmenn því þeim býðst einungis að afplána dóma sína á Hólmsheiði eða á Sogni. Hólmsheiði er lokað úrræði og var hannað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þykir ekki viðeigandi sem langtímaúrræði. Hins vegar er Sogn opið úrræði en þar geta aðeins þrjár konur dvalið samtímis en átján karlmenn. Bæði Hólmsheiði og Sogn eru úrræði fyrir öll kyn. Það hefur margoft verið gagnrýnt þar sem þarfir eru ólíkar. Mikilvægt er að taka mið af kynbundnum aðstæðum og tryggja öryggi og jafnræði einstaklinga í afplánun. Mikilvægi stuðnings í og eftir afplánun Biðlistar til að afplána dóm hafa verið að lengjast en samt eru sértæk úrræði og stuðningur fyrir þennan hóp mjög takmörkuð. Aðgengi að félags- og heilbrigðisþjónustu er brotakennt og skortur er á fjölbreyttari úrræðum. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er stuðningskerfi innan fangelsa takmarkað og þegar opinber kerfi glíma við fjárskort verða aðrir aðilar oft lykilþáttur í því að brúa bilið. Rauði krossinn á Íslandi hefur um skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum og stutt við einstaklinga sem eru í eða að ljúka afplánun. Verkefnið er að norskri fyrirmynd og byggir á þeirri trú að öll eigi rétt á tækifæri til betra lífs, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Líkt og hjá norska Rauða krossinum hefur verkefnið sýnt fram á jákvæð áhrif, t.d. betri líðan og aukin tengsl og sjálfstæði. Með stuðning sem þessum er vonin ávallt lægri endurkomutíðni en með því er hægt að koma í veg fyrir fleiri brotaþola. Frá því í lok árs 2024 hafa sjálfboðaliðar í verkefninu Aðstoð eftir afplánun veitt konum sem eru í fangelsinu á Hólmsheiði stuðning. Er verkefnið unnið í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Sjálfboðaliðarnir fara í fangelsið alla þriðjudaga á svokölluð konukvöld, þar sem áhersla er lögð á sjálfsrækt, samveru og félagsleg tengsl. Fyrir konur í afplánun getur þessi aðstoð skipt sköpum. Hún getur verið fyrsta trausta tengingin sem þær upplifa í langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningurinn byggi ekki á valdaójafnvægi eða refsingum, heldur virðingu og samhygð. Að upplifa og meðtaka slíkt getur gert endurkomu í samfélagið raunhæfa en ekki óyfirstíganlega. Sjálfboðaliðar sem líflína Sjálfboðaliðar Rauða krossins gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið milli opinberra kerfa og raunverulegra þarfa einstaklinga. Þeir veita samfellu, hlustun og nærveru þar sem kerfin ná oft ekki til, sérstaklega þegar skortur er á fjármagni og úrræðum. Fyrir konur í viðkvæmri stöðu – og þá ekki síst þær sem glíma við fjölþættan vanda, getur þessi stuðningur verið líflína. Það sem skiptir mestu máli er að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir, með fjölbreyttar þarfir og bakgrunn. Það er ekki aukaatriði – það er forsenda árangurs. Stuðningur eftir afplánun er sérstaklega mikilvægur til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem einstaklingar standa frammi fyrir við endurkomu út í samfélagið. En þar má helst nefna þátttöku í atvinnulífi, tengsl við fjölskyldu, húsnæðismál og sjálfsvinnu. Þegar opinber kerfi ná ekki utan um þarfir einstaklinga, verða mannréttindasjónarmið og samfélagsleg samstaða enn mikilvægari. Verkefni Rauða krossins og annarra félagasamtaka er því ekki viðbót, heldur nauðsyn. Félög eins og Bjargráð sem styður fjölskyldur einstaklinga á öllum stigum afplánunar; fyrir, á meðan og eftir. Bati sem rekur tvö húsnæði - batahús þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða í lok afplánunar og Afstaða félag fanga eru meðal þeirra sem styðja við einstaklinga í afplánun og byggja þannig undir farsæla endurkomu út í samfélagið. Afstaða fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag, 22.maí. Félagið hefur frá stofnun gegnt lykilhlutverki í að gæta hagsmuna dómþola og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að stuðla að því að rödd fanga fái aukið vægi í stefnumótun og á opinberum vettvangi. Oft eru þessi félög og úrræði ekki bara stoð – heldur vonarljós fyrir raunverulegar breytingar. Höfundar eru Tinna Eyberg Örlygsdóttir, verkefnastjóri í Aðstoð eftir afplánun og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar