Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 12:33 Stuðningsmenn Tindastóls bíða í ofvæni eftir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. „Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
„Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira