Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2025 13:02 Stuðningsmenn Tottenham eru mættir til Bilbao. Stuðningsmenn annarra enskra liða eru flestir á þeirra bandi í kvöld. Burak Akbulut/Anadolu via Getty Images Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. The Athletic gerði könnun á meðal stuðningsmanna hinna átján liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er Tottenham stutt fram yfir Manchester United hjá fjórtán af átján liðum. Tæplega 70 prósent stuðningsmanna liðanna átján vonast eftir sigri Tottenham. Mestur eru stuðningur við Manchester United hjá þeim sem styðja Lundúnalið Arsenal, West Ham og Chelsea. 77,5 prósent stuðningsmanna Arsenal vonast eftir sigri Manchester United, 63 prósent stuðningsmanna West Ham og 51,9 prósent stuðningsmanna Chelsea. Önnur Lundúnalið virðast ekki kippa sér eins upp við mögulegan sigur Tottenham. 91,7 prósent stuðningsmanna Crystal Palace styðja Tottenham í kvöld og 77,3 prósent Fulham-manna. Hér má sjá tölurnar frá stuðningsmönnum félaga á Englandi sem The Athletic tók saman.Mynd/The Athletic Félög norðar á Englandi vilja síður sjá Manchester United lyfta Evrópudeildarbikarnum í kvöld. Athygli vekur að stuðningurinn er mestur hjá Everton-mönnum. Allir, 100 prósent, stuðningsmanna Everton verða á bandi Tottenham í kvöld. 95,9 prósent rauðklæddra Liverpool-manna vonast þá eftir sigri Tottenham. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið enda átt agaleg tímabil heima fyrir. Þau eru neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem falla ekki; United í 16. sæti með 39 stig og Tottenham með stigi minna í 17. sæti. Liðið sem vinnur leik kvöldsins fer í Meistaradeild Evrópu og hefur því verið kastað fram að starfsöryggi stjóranna tveggja, Rúbens Amorim, og Ange Postecoglu, velti á úrslitum kvöldsins. Spennan er því mikil fyrir kvöldinu meðal stuðningsmanna beggja liða. Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham fer fram í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport og hefst bein útsending klukkan 18:30. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17 Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31 „Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32 „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
The Athletic gerði könnun á meðal stuðningsmanna hinna átján liðanna í ensku úrvalsdeildinni og er Tottenham stutt fram yfir Manchester United hjá fjórtán af átján liðum. Tæplega 70 prósent stuðningsmanna liðanna átján vonast eftir sigri Tottenham. Mestur eru stuðningur við Manchester United hjá þeim sem styðja Lundúnalið Arsenal, West Ham og Chelsea. 77,5 prósent stuðningsmanna Arsenal vonast eftir sigri Manchester United, 63 prósent stuðningsmanna West Ham og 51,9 prósent stuðningsmanna Chelsea. Önnur Lundúnalið virðast ekki kippa sér eins upp við mögulegan sigur Tottenham. 91,7 prósent stuðningsmanna Crystal Palace styðja Tottenham í kvöld og 77,3 prósent Fulham-manna. Hér má sjá tölurnar frá stuðningsmönnum félaga á Englandi sem The Athletic tók saman.Mynd/The Athletic Félög norðar á Englandi vilja síður sjá Manchester United lyfta Evrópudeildarbikarnum í kvöld. Athygli vekur að stuðningurinn er mestur hjá Everton-mönnum. Allir, 100 prósent, stuðningsmanna Everton verða á bandi Tottenham í kvöld. 95,9 prósent rauðklæddra Liverpool-manna vonast þá eftir sigri Tottenham. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið enda átt agaleg tímabil heima fyrir. Þau eru neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem falla ekki; United í 16. sæti með 39 stig og Tottenham með stigi minna í 17. sæti. Liðið sem vinnur leik kvöldsins fer í Meistaradeild Evrópu og hefur því verið kastað fram að starfsöryggi stjóranna tveggja, Rúbens Amorim, og Ange Postecoglu, velti á úrslitum kvöldsins. Spennan er því mikil fyrir kvöldinu meðal stuðningsmanna beggja liða. Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham fer fram í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport og hefst bein útsending klukkan 18:30.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17 Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31 „Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32 „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
„Verð aldrei trúður“ „Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar. 20. maí 2025 23:17
Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. 21. maí 2025 11:31
„Manchester er heima“ Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með. 20. maí 2025 22:32
„Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United. lagði áherslu á það þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar að sigur þar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, myndi ekki sjálfkrafa leysa vandamál félagsins. 21. maí 2025 07:02