Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar 21. maí 2025 07:02 þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun