Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2025 19:24 Þau Halldór Elí og Snædís Birta í 7. bekk Helgafellsskóla vita upp á hár hvernig lýðræðislegar kosningar virka eftir að hafa haft umsjón með kosningum sem fóru fram í dag. Vísir/Stefán Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta. Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta.
Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira