Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 20:02 220 kettir eru í húsnæði Villikatta. vísir Dýraverndunarfélagið Villikettir leitar nú logandi ljósi að nýjum fósturheimilum sem geta veitt hræddum kisum öruggt húsaskjól. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eitt af kisukotum þeirra í Hafnarfirði þar sem hvert herbergi innihélt fjölmargar kisur. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“ Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira
Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“
Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira