Innlent

Meiri­hlutinn á Ísa­firði fallinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Í-listinn var í meirihluta á Ísafirði.
Í-listinn var í meirihluta á Ísafirði. Vísir/Anton Brink

Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann.

Bæjarins besta greinir frá þessu, en Þorbjörn staðfestir tíðindin við miðilinn.

„Eftir mikla yfirsetu og hugsun, og vegna framkomu sumra Í lista samstarfsmanna við mig sem hefur verið þannig , að ég hef ákveðið að hætta frá og með deginum í dag, að styðja þennan meirihluta, Í listann í bæjarstjórn, en kem til með að styðja áfram góð málefni,“ segir hann í tilkynningu sem var send á Bæjarins besta.

Þess má geta að Þorbjörn tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórninni þegar Arna Lára Jónsdóttir, þáverandi bæjarstjóri, tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna eftir þingkosningarnar í vetur. Hún sagði af sér sem bæjarfulltrúi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×