Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. maí 2025 13:01 Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kórar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar