Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 09:06 Nick Út heldur á myndinni frægu sem hefur verið nefnd „Napalmstúlkan“ árið 2022. Vinstra megin við hann er Kim Phuc, aðalviðfangsefni myndarinnar, en hún var níu ára gömul þegar hún var tekin. AP/Gregorio Borgia Samtök sem veita verðlaun fyrir fréttaljósmynd ársins hafa ákveðið af fjarlægja nafn ljósmyndara sem hlaut verðlaunin fyrir heimsfræga mynd af börnum að flýja napalmárás í Víetnamstríðinu. Nýleg heimildamynd hefur vakið upp spurningar um hver raunverulegur höfundur myndarinnar er. Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu. Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Mynd sem AP-fréttastofan birti af nakinni og grátandi stúlku á hlaupum ásamt öðrum börnum undan napalmárás Bandaríkjahers á suðurvíetnamska bæinn Trang Bang árið 1972 vakti heimsathygli. Hún þótti táknræn fyrir hörmungar stríðsins og vann til verðlauna sem fréttaljósmynd ársins hjá samtökunum World Press Photo ári seinna, sama ár og Richard Nixon batt loks enda á stríðið. Ljósmyndaranum Nick Út frá AP hefur alla tíð verið eignaður heiður af ljósmyndinni. Í heimildamyndinni „The Stringer“ sem var frumsýnd fyrr á þessu ári voru leiddar líkur að því að annar ljósmyndari hefði tekið myndina frægu, lausamaðurinn Nguyen Thanh Nghe. Hann hafi selt AP myndir en þær hafi ekki verið merktar honum. Of mikill vafi um höfundinn World Press Photo hóf rannsókn eftir að heimildamyndin kom út. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að samtökin ætla ekki lengur að merkja Nick Út sem höfund myndarinnar vegna vafa um hver tók myndina í raun og veru. Bæði Nguyen Thanh Nghe og annar maður, Huynh Cong Phuc, kunni að hafa verið í betri aðstöðu til þess að taka myndina. „Okkar niðurstaða er að það sé of mikill vafi til þess að halda núverandi höfundarmerkingu,“ segir Joumana El Zein Khoury, framkvæmdastjóri World Press Photo. Samtökin segjast þó ekki geta merkt öðrum ljósmyndara myndina þar sem staðfest sönnunargögn skorti um hver tók hana. Þau ætla ekki að fara fram á að Út endurgreiði verðlaunafé sem hann fékk á sínum tíma. Fundu ekki ástæðu til þess að taka réttinn af Út AP-fréttastofan hefur sagt að rannsóknir sem hún hefur gert á uppruna myndarinnar gefi ekki tilefni til þess að svipta Út höfundarrétti á henni. Mögulegt væri að hann hefði tekið hana en of langur tími væri liðinn til þess að hægt væri að koma til botns í því. Engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver annar hefði tekið myndina. Út hlaut einnig Pulitzer-blaðamannaverðlaunin í Bandaríkjunum fyrir myndina. AP-fréttastofan segir að þau séu ekki í hættu.
Víetnam Fjölmiðlar Ljósmyndun Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira