Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 10:32 Grindvíkingar sem gert hafa hollvinasamning við Þórkötlu fá að gista í gömlu húsunum sínum í sumar. Vísir/Vilhelm Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum