Innlent

Tveir menn hand­teknir eftir að hafa komið sér fyrir í sam­eign húss

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ekki liggur fyrir í hvaða fjölbýlishúsi mennirnir voru í. Myndin er af Vesturbæ Reykjavíkur.
Ekki liggur fyrir í hvaða fjölbýlishúsi mennirnir voru í. Myndin er af Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn voru í Reykjavík fyrir húsbrot en þeir höfðu komið sér fyrir í sameign fjölbýlishúss í og ollið þar skemmdum samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Ekki er tekið fram hvar húsbrotið átti sér stað en lögreglumenn á stöð 2, í Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi, handtóku mennina. Fram kemur í dagbók að mennirnir hafi verið vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Alls voru sjö vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í nótt og voru 53 mál bókuð frá klukkan 17 til fimm í nótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í Kópavogi eða Breiðholti var lögregla kölluð til vegna manna sem voru að slást utan við krá í hverfinu. Í dagbók segir að málsatvik séu ljós og að málið sé í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×