Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 16:32 Már Wolfgang Mixa telur að Seðlabankinn ætti að halda áfram vaxtalækkunarferli. Vísir/Egill Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir það sitt mat að stýrivextir Seðlabankans eigi að lækka í vikunni en vaxtaákvörðunardagur er á miðvikudag. Hann veltir því upp hvort einkaneysla sé að aukast einmitt vegna hárra vaxta og segir hækkandi leiguverð þar spila inn í. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“ Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 7,75 prósent og mun Peningastefnunefnd bankans kynna nýja vaxtaákvörðun næstkomandi miðvikudag. Síðustu fjögur skipti hafa vextirnir lækkað, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Áður hafa greiningardeildir Landsbanka og Íslandsbanka spáð því að nefndin muni gera hlé á vaxtalækkunarferlinu og halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Wolfang Mixa dósent í fjármálum við Háskóla Íslands sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun það vera sitt mat að vextina ætti að lækka um 0,25 stig. „Vextir eru mjög háir og þeir bara að raunvirði, hafa vextir ekki verið jafn háir og síðan fyrir hrun. Það er verið að tala um að slá á einkaneyslu hér og það þyrfti þá að kryfja betur af hverju er einkaneysla að aukast,“ segir Már. Már veltir því upp að mögulega sé hún að aukast þar sem ákveðinn hópur landsmanna sé að gefast upp á því að safna sér fyrir íbúð vegna hárra vaxta. „Það er töluverð samfylgni á því hver greiðslubyrði leigusala er og leiguverði og leiguverð að aukast aftur núna, eftir að hafa verið að hjaðna í nokkur ár þá er leiguverð aftur að hækka og þeir hópar sem eru fastir á leigumarkaði og reyna að koma sér af leigumarkaði að þegar vextir haldast svona háir þá fer það út í leiguverð og þá getur vel verið að þeir hópar hugsi með sér, Yolo you only live once, þetta að safna sér fyrir íbúð er hvorteðer vonlaust dæmi og ég splæsi bara í eina ferð til Tene.“ Hann segist óttast að núverandi ástand geri það að verkum að fólk verði kærulausara í fjármálunum. „Og það er ekkert undirliggjandi svo sem í hagkerfinu sem sýnir að hér sé eitthvað allt að fara úr böndunum.“
Efnahagsmál Sprengisandur Seðlabankinn Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira