Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 12:01 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um róttækar breytingar á byggingareftirliti. Grundvallaratriði sé að tryggja rétt kaupenda sem kaupi fasteignir í gölluðum nýbyggingum. Húsnæðis -og mannvirkjastofnun kynnti í vikunni nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit vegna tíðra galla líkt og lekavandræða í nýbyggingum. Þar eru lagðar til róttækar breytingar á eftirlitinu og meðal annars gert ráð fyrri því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa á markaði auk þess sem lagt er til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögurnar. „Og það er orðið löngu tímabært að fara að tryggja neytendum öryggi gagnvart því að fjárfesta í dýrustu fjárfestingu okkar allra sem erum svona meginþorri almennings, við megum náttúrulega gera ráð fyrir því að við séum að fá vatns- og vindheldar eignir og að eignin okkar sé ekki orðin ónýtt jafnvel eftir tíu ár.“ Á sama tíma þurfi að einfalda byggingaregluverk og tryggja uppbyggingu húsnæðis. Inga segist telja að eftirlit verði betur tryggt sé það innt af hendi af skoðunarstofum á markaði. „Þetta verður sjálfstæð útttekt sem verður þá í raun já, hlýtur að vera síður hlutdræg ef svo má að orði komast, við viljum nú gjarnan ekki að sá sem ræni bílnum dæmi í því sjálfur, þannig við erum nú að reyna að sjá það sem við förum öll fram á, reyna að hafa hlutina eins skilvirka og hugsast getur, hlutlausa ef svo má að orði komast, þannig það verði tryggt að neytandinn fái að njóta vafans.“ Ráðherra segist munu gera sitt til þess að koma tillögunum til framkvæmda. Tillaga að nýrri byggingatryggingu sé grundvöllur þess að réttur neytenda verði tryggður. „Til þess einmitt að tryggja það að byggingaverktakinn geti staðið við þær skuldbindingar sem hann gefur kaupanda sínum með því að byggja fyrir hann fasteign.“ Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Sjá meira
Húsnæðis -og mannvirkjastofnun kynnti í vikunni nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit vegna tíðra galla líkt og lekavandræða í nýbyggingum. Þar eru lagðar til róttækar breytingar á eftirlitinu og meðal annars gert ráð fyrri því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa á markaði auk þess sem lagt er til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögurnar. „Og það er orðið löngu tímabært að fara að tryggja neytendum öryggi gagnvart því að fjárfesta í dýrustu fjárfestingu okkar allra sem erum svona meginþorri almennings, við megum náttúrulega gera ráð fyrir því að við séum að fá vatns- og vindheldar eignir og að eignin okkar sé ekki orðin ónýtt jafnvel eftir tíu ár.“ Á sama tíma þurfi að einfalda byggingaregluverk og tryggja uppbyggingu húsnæðis. Inga segist telja að eftirlit verði betur tryggt sé það innt af hendi af skoðunarstofum á markaði. „Þetta verður sjálfstæð útttekt sem verður þá í raun já, hlýtur að vera síður hlutdræg ef svo má að orði komast, við viljum nú gjarnan ekki að sá sem ræni bílnum dæmi í því sjálfur, þannig við erum nú að reyna að sjá það sem við förum öll fram á, reyna að hafa hlutina eins skilvirka og hugsast getur, hlutlausa ef svo má að orði komast, þannig það verði tryggt að neytandinn fái að njóta vafans.“ Ráðherra segist munu gera sitt til þess að koma tillögunum til framkvæmda. Tillaga að nýrri byggingatryggingu sé grundvöllur þess að réttur neytenda verði tryggður. „Til þess einmitt að tryggja það að byggingaverktakinn geti staðið við þær skuldbindingar sem hann gefur kaupanda sínum með því að byggja fyrir hann fasteign.“
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Sjá meira