Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 18:19 Hadi Matar gengur inn í dómshúsið í Mayville í New York í fangaklæðum. Hann hlaut þar 25 ára dóm fyrir banatilræðiðp við Rushdie og sjö ára dóm fyrir líkamsárás. Ap Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu. Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu.
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29