„Ég get ekki beðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 20:02 Elín Rósa Magnúsdóttir mun stýra sóknarleik Valsliðsins í leik morgundagsins. Vísir/Ívar Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir. „Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira