Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 08:30 Viðskilnaðurinn við Val var Berglindi erfiður. Hún hefur fundið sig sérlega vel í Kópavogi og mætir vel stemmd til leiks gegn Valskonum í kvöld. Vísir/Ívar Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Breiðablik og Valur hafa háð mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár og raunar einokað titilbaráttuna. Það hefur því myndast töluverður rígur milli liðanna og ávallt von á skemmtun og spennu þegar liðin eigast við. „Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir. Það er mikill rígur milli Breiðabliks og Vals. Við erum gríðarlega spenntar og vonandi mætir fólk á völlinn,“ segir Berglind Björg í samtali við íþróttadeild um verkefni kvöldsins. Berglind sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kom mörgum á óvart þegar hún samdi við Val en ekki Breiðablik, hvar hún hafði leikið í þónokkur ár áður en hún hélt utan. Það fór hins vegar ekki eins og var á kosið. Berglind skoraði fjögur mörk í aðeins 13 leikjum, og margir þeirra af varamannabekknum. Hún var svo leyst undan samningi hjá Val í lok tímabilsins. Dvölin á Hlíðarenda fór því ekki eins og hún bjóst við. „Hún var aðeins öðruvísi. Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur og kljást við þær á vellinum, segir Berglind. Aðspurð hvort það sé auka hvatning í leiknum í ljósi viðskilnaðarins segir hún: „Já, klárlega. Þetta endaði ekkert vel. Maður vill sýna að maður sé á góðum stað og það gangi vel. Vonandi getum við sýnt það á morgun,“ segir Berglind sem þá innt eftir svörum um hennar upplifun af viðskilnaðinum. „[Hún var] Erfið og leiðinleg. Ég veit ekki hvað skal segja. Bara áfram gakk. Ég er bara mjög fegin að vera komin heim í Kópavoginn.“ Vonum framar Það er alveg á tæru að Berglind er fegin að vera komin heim í Kópavog og sést á frammistöðunni í upphafi móts. Hún hefur leitt línu Blika með prýði og er markahæst í Bestu deildinni með fimm mörk í jafnmörgum leikjum, það eftir að hafa skorað aðeins fjögur alla síðustu leiktíð með Val. „Mér líður vel í grænu treyjunni og að spila á þessum velli. Það hefur gengið vonum framar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hingað til. Það eru mörg lið að berjast um fyrsta sætið, við megum ekki misstíga okkur,“ segir Berglind. Valskonur mæti brjálaðar til leiks Valskonum hefur aftur á móti ekki gengið vel í upphafi móts. Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum í deild oger aðeins með sjö stig eftir fimm leiki, sex á eftir toppliðum Breiðabliks, FH og Þróttar. Berglind býst því við að Valskonur mæti ákveðnar til leiks. „Það hlýtur að vera. Þær vilja pottþét vinna okkur og komast aftur í titilbaráttuna þannig að þetta verður hörkuleikur,“ segir Berglind. Klippa: Hlakkar til að kljást við Valskonur En er óvenjulegt að spila þennan leik þegar svo langt er á milli liðanna tveggja? „Það er aðeins öðruvísi í ár. En þetta er mikilvægur leikur og sama hvar maður er í töflunni vill maður alltaf vinna Val,“ segir Berglind. Valur og Breiðablik mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira