„Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Evgeniy Maloletka Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Þannig vildu Úkraínumenn í það minnsta reyna að taka fyrstu skrefin í átt að vopnahléi. „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Ankara. „Ég finn fyrir vanvirðingu frá Rússlandi. Enginn fundartími, engin dagskrá, lágt sett sendinefnd. Þetta er persónuleg vanvirðing, við Erdogan, við Trump.“ Sendinefndin úkraínska verður leidd af Rustem Umeron, varnarmálaráðherra Úkraínu, og segir Selenskí að helsta forgangsatriði þeirra verði að ná fram vopnahléi. Hann segir aðgerðir Rússa og sendinefnd þeirra í Tyrklandi sýna fram á að Pútín hafi ekki áhuga á að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó þeir hafi sjálfir lagt viðræður til, eftir að Pútín hafnaði tillögu Donalds Trump um að samþykkja þrjátíu dag almenn vopnahlé. This is a very important signal — not only politically, but also personally, in terms of our friendship and Türkiye’s multifaceted support for Ukraine. We had a very meaningful conversation at the highest level.— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Sú rússneska er leidd af þeim Vladimír Medínskí, aðstoðarmanni Pútíns, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Fyrr i dag kallaði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Selenskí aumkunarverðan og María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytisins, kallaði hann trúð og sagði hann glataðan. Var það eftir að Selenskí gagnrýndi sendinefnd Rússa og sagði hana til lítils annars en skrauts. Viðurkenna ekki kröfur Rússa Eftir fund sinn með Erdogan í dag ræddi Selenskí við blaðamenn þar sem hann sagði meðal annars að Úkraínumenn myndu aldrei viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim svæðum sem þeir hafa hernumið. Rússar hafa ítrekað lagt fram kröfur um formleg yfirráð yfir fjórum héruðum sem þeir stjórna þó eingöngu að hluta, auk Krímskaga, sem þeir hernumu árið 2014. „Þetta er úkraínskt land,“ sagði Selenskí. Selenskí sagði einnig að hann ætti von á því að í refsiaðgerðir yrðu hertar enn frekar á Rússa, vegna mótspyrnu þeirra varðandi það að binda enda á stríðið í Úkraínu. Leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu hafa sagt að það verði gert. „Þetta getur ekki verið einhliða,“ sagði Selenskí. „Þrýstingurinn má ekki vera einhliða. Þess vegna viljum við sjá þrýsting á Rússland og Pútín. Refsiaðgerðir frá Evrópu, frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tyrkland Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. 15. maí 2025 14:06 Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14. maí 2025 22:24 Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. 13. maí 2025 07:38 Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Þannig vildu Úkraínumenn í það minnsta reyna að taka fyrstu skrefin í átt að vopnahléi. „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Ankara. „Ég finn fyrir vanvirðingu frá Rússlandi. Enginn fundartími, engin dagskrá, lágt sett sendinefnd. Þetta er persónuleg vanvirðing, við Erdogan, við Trump.“ Sendinefndin úkraínska verður leidd af Rustem Umeron, varnarmálaráðherra Úkraínu, og segir Selenskí að helsta forgangsatriði þeirra verði að ná fram vopnahléi. Hann segir aðgerðir Rússa og sendinefnd þeirra í Tyrklandi sýna fram á að Pútín hafi ekki áhuga á að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó þeir hafi sjálfir lagt viðræður til, eftir að Pútín hafnaði tillögu Donalds Trump um að samþykkja þrjátíu dag almenn vopnahlé. This is a very important signal — not only politically, but also personally, in terms of our friendship and Türkiye’s multifaceted support for Ukraine. We had a very meaningful conversation at the highest level.— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Sú rússneska er leidd af þeim Vladimír Medínskí, aðstoðarmanni Pútíns, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Fyrr i dag kallaði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Selenskí aumkunarverðan og María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytisins, kallaði hann trúð og sagði hann glataðan. Var það eftir að Selenskí gagnrýndi sendinefnd Rússa og sagði hana til lítils annars en skrauts. Viðurkenna ekki kröfur Rússa Eftir fund sinn með Erdogan í dag ræddi Selenskí við blaðamenn þar sem hann sagði meðal annars að Úkraínumenn myndu aldrei viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim svæðum sem þeir hafa hernumið. Rússar hafa ítrekað lagt fram kröfur um formleg yfirráð yfir fjórum héruðum sem þeir stjórna þó eingöngu að hluta, auk Krímskaga, sem þeir hernumu árið 2014. „Þetta er úkraínskt land,“ sagði Selenskí. Selenskí sagði einnig að hann ætti von á því að í refsiaðgerðir yrðu hertar enn frekar á Rússa, vegna mótspyrnu þeirra varðandi það að binda enda á stríðið í Úkraínu. Leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu hafa sagt að það verði gert. „Þetta getur ekki verið einhliða,“ sagði Selenskí. „Þrýstingurinn má ekki vera einhliða. Þess vegna viljum við sjá þrýsting á Rússland og Pútín. Refsiaðgerðir frá Evrópu, frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tyrkland Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. 15. maí 2025 14:06 Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14. maí 2025 22:24 Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. 13. maí 2025 07:38 Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Sjá meira
Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. 15. maí 2025 14:06
Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14. maí 2025 22:24
Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. 13. maí 2025 07:38
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38