Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 13:11 Ferðamenn fylgjast með ís hrynja úr Perito Moreno-skriðjöklinum af útsýnispalli. Vísir/Getty Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir. Argentína Loftslagsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir.
Argentína Loftslagsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira