Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 19:58 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. „Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
„Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira