Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2025 22:11 Grétar Br. Kristjánsson sat í stjórn Flugleiða í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár. Egill Aðalsteinsson Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin: Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin:
Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00
Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44