Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2025 22:11 Grétar Br. Kristjánsson sat í stjórn Flugleiða í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár. Egill Aðalsteinsson Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin: Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin:
Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00
Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44