Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:09 Íslendingar sem taka bílinn með í lengri ferðalög erlendis gætu þurft að kaupa sérstakar tryggingar þar óttist þeim að bílum þeirra verði stolið. Vísir/Vilhelm Bílar Íslendinga sem teknir eru með erlendis eru almennt ekki bættir sé þeim stolið erlendis samkvæmt skilmálum TM. Það sé vegna þess að áhætta á stuldri erlendis sé önnur en hérlendis. Greint var frá í gær að bíll hjóna sem bjuggu tímabundið á Spáni var stolið en hjónin, sem voru tryggð hjá TM, fengu bílinn ekki bættan. Þau hyggjast stefna tryggingafyrirtækinu vegna málsins. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur,“ sagði Guðbrandur Jónatansson, eigandi bílsins. Í svari TM við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að kaskótrygging ökutækja gildi í níutíu daga erlendis. Hins vegar sé það skýrt í skilmálum kaskótrygginga að bíll sem fluttur er erlendis sé ekki tryggður sé honum stolið. „Það er vegna þess að áhætta þar að lútandi er allt önnur en á Íslandi,“ segir Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri TM, í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Áhættan af þjófnaði á bílum er allt öðruvísi erlendis en er á Íslandi. Það er erfiðara að verðleggja hana héðan heldur en erlendis,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, samskiptafulltrúi TM. „Það er öðruvísi áhætta af þjófnaði á bílum á eyju heldur eða þegar þú ert staddur í heimsálfu.“ Sams konar skilmála má finna hjá Sjóvá, þar sem ef bílnum er stolið erlendis er ekki hægt að fá hann bættan. Í svari Vís við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að bíll er tryggður fyrir þjófnaði erlendis með kaskótryggingu á Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss í allt að 92 frá brottflutningi. Fréttin var uppfræð er svar Vís barst. Bílar Tryggingar Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Greint var frá í gær að bíll hjóna sem bjuggu tímabundið á Spáni var stolið en hjónin, sem voru tryggð hjá TM, fengu bílinn ekki bættan. Þau hyggjast stefna tryggingafyrirtækinu vegna málsins. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur,“ sagði Guðbrandur Jónatansson, eigandi bílsins. Í svari TM við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að kaskótrygging ökutækja gildi í níutíu daga erlendis. Hins vegar sé það skýrt í skilmálum kaskótrygginga að bíll sem fluttur er erlendis sé ekki tryggður sé honum stolið. „Það er vegna þess að áhætta þar að lútandi er allt önnur en á Íslandi,“ segir Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri TM, í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Áhættan af þjófnaði á bílum er allt öðruvísi erlendis en er á Íslandi. Það er erfiðara að verðleggja hana héðan heldur en erlendis,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, samskiptafulltrúi TM. „Það er öðruvísi áhætta af þjófnaði á bílum á eyju heldur eða þegar þú ert staddur í heimsálfu.“ Sams konar skilmála má finna hjá Sjóvá, þar sem ef bílnum er stolið erlendis er ekki hægt að fá hann bættan. Í svari Vís við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að bíll er tryggður fyrir þjófnaði erlendis með kaskótryggingu á Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss í allt að 92 frá brottflutningi. Fréttin var uppfræð er svar Vís barst.
Bílar Tryggingar Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira